Open today

12:00-18:00

Gerður Helgadóttir

Pláneta II

1970
Material Collection property

Verkið Pláneta II er gert úr leir sem hefur verið brenndur og er verkið 18 x 20 x 20 cm að stærð. Það má segja að það sé ákveðin dulúð sem fylgi þessu abstrakt verki.

Gerður (1928-1975) kynntist fyrst höggmyndalist þegar hún var 18 ára gömul og fór hún strax að móta sjálf í leir og höggva í grágrýti. Eftir nám í Handíðaskólanum fór Gerður til náms í Flórens og París og hlaut þar menntun í klassískri höggmyndagerð og nútíma höggmyndalist. Í París lærði hún hjá Ossip Zadkine sem var rússneskur myndhöggvari og hafði Gerður eftir honum að skúlptúr væri eitt prósent guðsgáfa en 99 prósent sviti. Hún bjó stærstan hluta af ævi sinni í París.

Gerður skapaði ófáa skúlptúra á sínum listræna ferli, ýmist úr bronsi, kopar, sementi og gifsi. Undir lok sjötta áratugs fer Gerður að vinna mikið með verk úr steindu gleri og síðar úr gleri og steypu. Í ævisögu Gerðar kemur fram að henni hefði þótt vænst um bronsið og kopar, þá einnig að blanda því saman. Henni þótti plast vera dautt efni og vildi því ekki vinna með það.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner