Open today

12:00-18:00

Valgerður Briem

Rósin

1977
Material Collection property

Í verkinu má sjá undurfagra teikningu af rósum sem hafa verið málaðar með vatnslitum. Verkið kom inn í safneign árið 2010 þar sem að safninu hlotnaðist 1640 margvíslegar teikningar eftir Valgerði Briem frá fjölskyldu hennar. Valgerður gerði ófáar myndir af blómum, illgresi og plöntum sem eru hver annarri fegurri. Sumar málaði hún í lit og aðrar ekki. Það mætti segja að blómamyndir Valgerðar séu hlýjar, heimilislegar og gefi frá sér góða orku. Litirnir í verkunum fara einstaklega vel saman og skapa ákveðna dýpt.  

Listakonan og myndlistarkennarinn Valgerður Briem (1914-2002) nam myndlist í Svíþjóð á árunum 1945-1947. Hún kenndi við myndlista- og handíðaskólann og Austurbæjarskóla og notaðist við fjölbreyttar aðferðir í kennslunni. Fyrrverandi nemendur Valgerðar vilja meina að mikill frumleiki og metnaður hafi einkennt kennsluna og skólastofuna hjá Valgerði Briem. Hún hvatti nemendur sína til ástríðufullrar tjáningar og lagði mikið upp úr tengslum við skynjun. Ásamt því að kenna sinnti Valgerður list sinni að kappi og skapaði hún m.a. ótal teikningar, vatnslitamyndir og grafíkverk.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner