Open today

12:00-18:00

Barbara Árnason

Sjálfsmynd

1945
Material Collection property
Size  33 x 28 cm

Eftir listakonuna Barböru Árnason (1911-75) liggja ótal fjölbreytt verk, bókaskreytingar, svartlist, gólfábreiður, veggskreytingar, myndklæði og teikningar. Hún var af enskum uppruna og fædd í Petersfield, Suður Englandi. Þegar abstraktlistin var að spretta fram í íslensku menningarlífi með öllum þeim deilum sem henni fylgdu snerti það Barböru lítið sem ekkert. Hún kaus það að fara eigin leiðir í listsköpun sinni og var ávallt að prufa sig áfram með nýja miðlun í myndlistinni.

Barbara skapaði mikið af dýramyndum þar sem náttúran og dýr áttu vel við hana. Í mörgum verkum sínum veitir hún ýmsum smáatriðum í náttúrunni athygli og nær að fanga fegurð þeirra á sinn einstaka hátt. Hún teiknaði og málaði einnig portrettmyndir af alls konar fólki. Barbara gerði þessa vatnslitamynd af sjálfri sér árið 1945 og er hún 33 x 28 cm að stærð. Barbara var gift listamanninum Magnúsi Á. Árnasyni og bjuggu þau meðal annars í Kópavogi eftir giftingu í Englandi. Gerðarsafn fékk stóran hluta af verkum þeirra hjóna í safneign sína frá minningarsjóði þeirra hjóna. Listakonan var heiðruð af Félagi íslenskra myndlistarmanna árið 1961 og var yfirlitssýning með verkum hennar í kjölfarið í Listamannaskálanum.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner