Open today

12:00-18:00

Gerður Helgadóttir

Skúlptúr (nafnlaus)

1949
Material Collection property

Gerður (1928-1975) kynntist fyrst höggmyndalist þegar hún var 18 ára gömul og fór hún strax að móta sjálf í leir og höggva í grágrýti. Listsköpun hennar þróast svo yfir árin og fer hún að gera fígúratív verk, fíngerða járnskúlptúra og skúlptúra unna úr bronsi m.a. Undir lok sjötta áratugs fer Gerður að vinna mikið með verk úr steindu gleri og síðar úr gleri og steypu.

Efniviður verksins er brons og er það 40 x 26 x 24 cm að stærð. Verkið er einnig til úr leir og er það til sýnis á grunnsýningu á verkum Gerðar á jarðhæð safnsins. 

Skúlptúrinn kom inn í safneign árið 1977 og var það partur af veglegri gjöf frá erfingjum Gerðar. Gerður Helgadóttir afkastaði miklu á stuttri starfsævi. Sjálf leit hún fyrst og fremst á sig sem myndhöggvara. Eftir nám í Handíðaskólanum fór Gerður til náms í Flórens og París og hlaut þar menntun í klassískri höggmyndagerð og nútíma höggmyndalist. Í París bjó Gerður stærstan hluta starfsævi sinnar og töldu franskir listgagnrýnendur hana vera meðal áhugaverðustu myndhöggvara í borginni á þeim tíma. Gerður var mjög sjálfstæð kona og frumkvöðull í glerlist hér á landi. 

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner