Open today

12:00-18:00

Gerður Helgadóttir

Teikning

Material Collection property

Gerður gerði ófáar teikningar og skissur á ferlinum. Á sýningum sýndi hún gjarnan teikningar með skúlptúrum sínum svo að til yrði hliðstæð heild. Teikningin er 41 x 28 cm að stærð og notaðist Gerður við kol á pappír í þessu verki. Það er óhætt að segja að þessi teikning Gerðar sé undir áhrifum kúbisma.

Gerður Helgadóttir fæddist árið 1928 og lést 1975 og því var listrænn ferill Gerðar fremur stuttur, eða um 30 ár. Hún var búsett í París mestallan starfsferil. Eins og margir vita vann Gerður með ýmis efni í listsköpun sinni og er óhætt er að segja að sköpunarkraftur og afburða listrænir hæfileikar hafi verið hennar náðargáfa. Árið 1974 var Gerður sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Þrátt fyrir stuttan feril skildi hún eftir sig gífurlegan fjölda listaverka sem erfingjar Gerðar færðu Kópavogsbæ eftir andlát hennar og opnaði Gerðarsafn-Listasafn Kópavogs árið 1994 til heiðurs listakonunnar.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner