Opið í dag

12:00-18:00

Alda – danssmiðja

FJÖLSKYLDUSTUNDIR Á LAUGARDÖGUM
03.09.2022
13:00

Katrín Gunnarsdóttir danshöfundur og Eva Signý Berger hönnuður leiða listasmiðju fyrir börn og fjölskyldur þar sem leikið verður með gegnsæ efni og hreyfingu, hvernig hreyfing hefur áhrif á efnið og öfugt. Við munum nota efnisstranga til að búa til dans, skapa furðudýr og skoða sjónhverfingar sem efnið býður upp á.

Smiðjan er haldin í tengslum við sýninguna ALDA í Gerðarsafni.

Öll eru velkomin. Smiðjan hentar öllum börnum á grunnskólaaldri og fjölskyldum þeirra.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner