Haldið verður upp á 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Kópavogi miðvikudaginn 20. nóvember. Að því tilefni verður boðið upp á bænafánasmiðju á Gerðarsafni fyrir grunnskólabörn í Kópavogi. Smiðjan er samhliða sýningunni Krakkaveldi, þar sem unnið er með óskir barna til stjórnvalda og framtíðarinnar. Notast verður við endurunnin efni og málningu og stuðst við form tíbetskra bænafána. Hátíðardagskrá verður í öllum Menningarhúsunum og má nálgast dagskránna í heild sinni hér.