Opið í dag

12:00-18:00

Cycle | Fullvalda nýlenda

01.09.2017
–30.09.2017
cycle-2017-_jpg-1
01.09.2017 – 30.09.2017 01.09.2017 – 30.09.2017 Listahátíðin Cycle, sem hefur staðið frá árinu 2015, tekur nú fyrir 100 ára fullveldisafmæli Íslands og er hátíðin í ár (CFN) fyrsti hlutinn í röð viðburða sem tengjast því. Allan september mánuð verður Gerðarsafn undirlagt af smiðjum, vinnustofum, fyrirlestrum, kvikmyndasýningum, opnum kvöldverðum, tónleikum, kvikspuna, gjörningum og myndlistarsýningu. Á meðan á dagskránni stendur verður Gerðarsafn gróðrarstöð samstarfs þar sem listamenn, fræðafólk og almennir borgarar geta skipst á skoðunum og reynslu á jafningjagrundvelli. Markmiðið er að veita listamönnum innblástur fyrir þróun og sköpun nýrra listaverka sem verða sýnd á ári fullveldisafmælisins. Listahátíðin Cycle, sem hefur staðið frá árinu 2015, tekur nú fyrir 100 ára fullveldisafmæli Íslands og er hátíðin í ár (CFN) fyrsti hlutinn í röð viðburða sem tengjast því. Allan september mánuð verður Gerðarsafn undirlagt af smiðjum, vinnustofum, fyrirlestrum, kvikmyndasýningum, opnum kvöldverðum, tónleikum, kvikspuna, gjörningum og myndlistarsýningu. Á meðan á dagskránni stendur verður Gerðarsafn gróðrarstöð samstarfs þar sem listamenn, fræðafólk og almennir borgarar geta skipst á skoðunum og reynslu á jafningjagrundvelli. Markmiðið er að veita listamönnum innblástur fyrir þróun og sköpun nýrra listaverka sem verða sýnd á ári fullveldisafmælisins. Árið 1918 varð Ísland fullvalda ríki í konungssambandi við Danmörku. Þessi sögulegi atburður markaði upphafið á löngu ferli þar sem að þjóðirnar þrjár – Grænlendingar, Færeyingar og Íslendingar hafa sóst eftir og fengið aukið sjálfstæði frá Dönum. Stjórnmál á V-Norræna svæðinu markast enn af þessari sjálfstæðisþrá. Um þessar mundir birtist hún í því að Færeyingar áætla að ganga til þjóðaratkvæða í apríl 2018 um það hvort þeir eigi að taka upp eigin stjórnarskrá og á Grænlandi var nýlega stofnað sérstakt ráðuneyti sjálfstæðismála. Þar er auk þess hafin vinna við að semja stjórnarskrá fyrir Grænland. Nú – 100 árum eftir að Ísland varð fullvalda – er ljóst að mál tengd fullveldi og sjálfstæði eru enn miðlæg í okkar nánasta umhverfi. Verkefnið byggist ekki á pólitískri afstöðu til sjálfstæðismála heldur á mikilvægi virkra tengsla sjálfstæðisbaráttu við menningu og sjálfsmyndir íbúa á svæðinu. Áhugavert er að bera þessi tengsl sjálfstæðisbaráttu og þjóðernishugmynda saman við þróun stjórnmála í heiminum þar sem að þjóðernisöflum vex ásmegin og kallað er eftir endurheimt fullveldis Evrópuríkja og endurreisn þjóðarstolts. Aukinn stuðningur við þjóðernispópúlískar stjórnmálahreyfingar er um leið ógn við lýðræðið og afleiðing af lýðræðisvanda okkar tíma.  Eftir því sem hefðbundin stjórnmál hafa glatað getu sinni til að höfða til fólks hafa skilaboð þjóðernissinna skotið nýjum rótum í heimspólitíkinni og ógna nú samheldni fólks á meðal og á alþjóðavettvangi. Fullveldismál á V-Norræna svæðinu gætu falið í sér einstakt tækifæri til að móta nýja framtíðarsýn á þjóðerni og fullveldi í veröld sem að einkennist af flæði hugmynda og margvíslegum tengslum. Markmið verkefnisins er að nýta þetta tækifæri og grafast fyrir um merkingu íslenska fullveldisafmælisins fyrir samfélög á svæðinu út frá sjónarhóli fjölmenningar, samkenndar, jafnréttis, þjóðarsjálfsmynda og hnattrænna tengsla. Listafólk hefur einstaka möguleika til að veita nýja sýn og ögra viðteknum hugmyndum á  síbreytilegum tímum. Einnig er það sérhæft í að kalla fram tilfinningar og skapa skilning sem liggur handan tungumáls. Listræn aðferð býr þannig yfir sérstökum eiginleikum til að varðveita og lífga lýðræðislega umræðu á meðan að tjáning manna á meðal liggur henni til grundvallar.  Í ljósi þessa mun verkefnið reyna á lýðræðislegt afl listanna og leitast við að skapa samhljóm á milli starfandi listamanna og annarrar skapandi iðkunar í þeim fjölbreyttu samfélögum sem hér er fjallað um.
GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner