Á sýningunni Geómetría má sjá verk íslenskra listamanna sem voru í hringiðu módernisma og framúrstefnu í París á 6. áratugnum. Módernískar listhreyfingar spruttu úr frjóum jarðvegi mikilla samfélagslegra breytinga með tæknilegum framförum, pólitískum óróa og þéttbýlismyndun. Við þessa umturnun á samfélaginu skapaðist fráhvarf frá fyrri háttum og kallaði á nýja nálgun á umhverfið.