Opið í dag

12:00-18:00

Hljóðvefur um Hörð á Safnanótt | Kristófer Rodriguez Svönuson og Daníel Helgason

SAFNANÓTT
06.02.2026
21:00

Tónlistarmennirnir Kristófer Rodriguez Svönuson og Daníel Helgason skapa hljóðheim við sýninguna Hörður föstudaginn 6. febrúar kl. 21:00 í Gerðarsafni á Safnanótt.

Inn í hljóðheiminn renna slagverkstónar og rafhljóð, dulúðug og kraftmikil, dansandi og svífandi, leitandi og frjáls en innblásturinn er sóttur í myndlist Harðar Ágústssonar.

Gestum er frjálst að ganga um sýninguna á meðan viðburðurinn varir, aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.