Opið í dag

12:00-18:00

Jeannette Ehlers, Hertta Kiiski & Salad Hilowle | Leiðsögn

21.08.2025
17:00
–18:30

Verið hjartanlega velkomin á leiðsögn og spjall með Jeannette Ehlers, Herttu Kiiski og Salad Hilowle fimmtudaginn 21. ágúst kl. 17:00 í Gerðarsafni. Þau taka þátt í sýningunni Corpus sem opnuð verður 20. ágúst. Athugið að þetta er eina skiptið sem þau verða með spjall á sýningartímabilinu.

Jeannette Ehlers (f. 1973) er listamaður frá Danmörku og Trinídad sem skapar margmiðlunarverk – vídeó, gjörninga og innsetningar – til að takast á við arfleifð nýlenduvæðingarinnar og menningu fólks af afrískum uppruna utan álfunnar. Í forgrunni listsköpunar hennar er svarti líkaminn sem vettvangur andspyrnu, helgisiða og umbreytingar. Jeannette fer í saumana á því hvernig mannkynssagan er rituð í líkama og landslag og leggur þannig fram áhrifamikið andsvar við ríkjandi menningarminni.

Hertta Kiiski (f. 1973) er finnskur listamaður sem vinnur með ljósmyndun, vídeó, innsetningar og textíl. Verk hennar skora á hólm frásagnir með mannskepnuna í fyrirrúmi með því að leggja áherslu á tilfinningalegar og vistfræðilegar samtengingar við hinn ómannlega heim. Ljóðræn nálgun Herttu einblínir á hluttekningu, mýkt og hægð sem aðferðir til viðnáms og róttækrar athygli.

Salad Hilowle (f. 1986) er sómalsk-sænskur myndlistarmaður og kvikmyndagerðarmaður sem í verkum sínum hefur beint sjónum að sýnileika, minni og sjálfsmynd svartra í samhengi norrænnar menningar. Með myndrænum rannsóknum varpar Salad ljósi á ósagða sögu Svía af afrískum uppruna og ögrar þaulsetnum áhrifum nýlenduhyggju í sjónmenningu okkar.Listsköpun hans felur í sér vandvirka heimtingu á persónulegu og sameiginlegu minni í gegnum kvikmyndun og ljósmyndun.

Nánar um Corpus: https://gerdarsafn.kopavogur.is/event/corpus/

Aðgöngumiði að safninu gildir, frítt fyrir árskortshafa.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner