Einkasýning Jeremy Deller opnar í Gerðarsafni í maí 2026.
Jeremy Deller (f. 1966) er einn af þekktustu myndlistamönnum Bretlands og handhafi Turner verðlaunanna 2004. Verk Dellers hafa verið sýnd á ótal mörgum einka- og samsýningum víða um heim en hann meðal annars fyrir hönd Bretlands á Feneyjar tvíæringnum 2013.
Verk hans verða oft til í samstarfi við einstaklinga og samfélagshópa utan listheimsins sem dregur myndlistin út fyrir hefðbundið samhengi sitt.
Á sýningunni í Gerðarsafni verður lögð áhersla á verk sem eru frá árunum 2021–2026. Annars vegar prentverk sem unnin eru í samvinnu við grafíska hönnuðinn Fraser Muggeridge og hinsvegar vídeóverk.
Sýningarstjóri er Arnar Freyr Guðmundsson.
Mynd: Jeremy Deller, Triumph of Art, 2025