Verið velkomin á sýningu fjögurra stuttmynda eftir perúska listamanninn Rafael Hastings (1945-2020), The Unconditioned Unconcealment (Four Short Films on the Act of Disappearing) frá 1974, sunnudaginn 16. júní kl. 15:00 í Gerðarsafni. Einnig verður sýnd stutt heimildarmynd um yfirfærslu stuttmyndanna á stafrænt form. Aðgangur er ókeypis og öll eru velkomin.
Rafael Hastings (1945-2020) var perúskur fjöllistamaður og voru kvikmyndir hans hreyfiafl í suður-amerískri kvikmyndagerð. Sérstaða hans felst í tilraunakenndum stílbrögðum og samruna mismunandi listrænna þátta.
Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Hugo Llanes myndlistarmann og er hluti af viðburðardagskrá Komd’inn. Eftir sýninguna verður sýnd stutt heimildarmynd um verk Hastings og rannsókn þeim.
Komd’inn hófst sem viðburðadagskrá í Gerðarsafni. Sýningarstjórar verkefnisins voru Helena Aðalsteinsdóttir og Þórhildur Tinna Sigurðardóttir ásamt Nermine El Ansari, Vikram Pradhan og Wiola Ujazdowska. Þau buðu nýjar raddir velkomnar inn á safnið og með þeim mótuðu þau viðburðadagskrá sem lagði upp með að höfða til fjölbreyttra hópa á þeirra eigin forsendum.
Nú er ráðgjafahópurinn í áframhaldandi sjálfstæðu samstarfi með safninu og sýningastýra þau viðburðum undir formerkjum Komd’inn áfram.
Nánar:
Stikla úr myndunum: https://www.youtube.com/watch?v=6zRfVW_A97k
Stuttmyndirnar, The Unconditioned Unconcealment (Four Short Films On The Act Of Disappearing) (1974) byggði Hastings á verkum Fernando Llosa Porras, sem rannsakaði forna kínverska goðsögn sem segir frá upphafi nýs tímabils á táknrænan hátt. Llosa Porras benti á að kjarni þessarar goðsagnar líktist goðafræði menningarheimanna í Andesfjöllum og Mesóameríku.
Stuttmyndirnar fjórar voru sýndar árið 1976 í Lima í Perú fyrir örfáa áhorfendur og voru síðar sýndar í New York. Í Perú var sýningu á þeim hafnað vegna atriða sem innihéldu nekt. Það var þá sem framleiðandinn, Juan Barandiarían, ákvað að gera útgáfur af myndunum fyrir almenning sem væri hægt að dreifa í kvikmyndahús en var þetta gert gegn vilja höfundarins. Með tímanum týndust bæði eintök af þessum útgáfum og afrit Hastings sjálfs.
Eftir að myndirnar höfðu verið týndar í 50 ár tók það perúska sýningarstjórann José-Carlos Mariátegui næstum tvo áratugi að finna þær en myndirnar fundust loksins í Spanish Cinematheque árið 2021. Þetta gerðist nokkrum mánuðum eftir að Hastings lést.
Með því að bjarga kvikmyndum Hastings frá glötun og kynna kvikmyndagerð hans í Perú og á alþjóðavettvangi, er miðað að því að viðurkenna gildi verka hans og framlag hans til kvikmyndasögu í Perú og Rómönsku-Ameríku. Stafræn endurgerð, skráning og varðveisla var möguleg þökk sé styrkveitingum frá Audiovisual Preservation Stimulus og frá menningar- og menntamálaráðuneyti Perú.