Opið í dag

12:00-18:00

Leiðsögn listamanna | Jóhanna Ásgeirsdóttir og Ásgerður Heimisdóttir

HAMRABORG FESTIVAL
01.09.2024
15:00
–16:00

Verið velkomin á leiðsögn þeirra Jóhönnu og Ásgerðar um sýninguna Af ýmsum gerðum í Gerðarsafni sunnudaginn 1. september kl. 15:00.

Af ýmsum gerðum er rannsóknarvinna tveggja kvenna á eigin sköpunarferli og stöðu í samfélaginu sem skapandi konur í samanburði við formæður. Sýningin er óður til Gerðar Helgadóttur, brautryðjenda og kvennskörungs, nafn hverrar Gerðarsafn ber.

Jóhanna Ásgeirsdóttir (1993) myndlistarmaður og kennari. Hún vinnur innsetningar, upplifanir og skúlptúra innblásna af raunvísindum og umhverfismálum. Hún lauk grunnnámi í myndlist frá New York University og meistaranámi í listkennslu frá Listaháskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í og sýningarstýrt myndlistarsýningum á Íslandi, Berlín og New York. Hún starfar nú sem listrænn stjórnandi listahátíðarinnar List án landamæra, sem kennari í Myndlistaskóla Reykjavíkur og við ýmis skapandi verkefni.

Ásgerður Heimisdóttir (1993) er textíllistamaður og hönnuður. Ása vinnur með orð, texta, prjón, vefnað, klippimyndir og teikningu. Hún hefur stundað nám við textíldeild Myndlistaskóla Reykjavíkur og vöruhönnunardeild Listaháskóla Íslands. Hún situr í ritstjórn Vía vefútgáfu og Uppskeru listmarkaðar. Hún starfar nú sem verkefnastjóri hjá As We Grow ásamt því að stýra listasmiðjum á söfnum og sinna öðrum skapandi verkefnum.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner