„Þegar ég var þriggja vikna, rændi amma mér frá móður minni, en það var heimatilbúin ópera ömmu sem stal hjarta mínu.“
Dansk-nígeríski listamaðurinn Michael Richardt mun fremja sex klukkustunda langan sönggjörning samhliða sýningu á myndlistarverki sínu þann 1. apríl næstkomandi. Gjörningurinn MA fer fram í Salnum, Hamraborg 6 í Kópavogi frá kl. 12:00 til 18:00 en á sama tíma er gestum boðið að skoða verk Michaels DA í Gerðarsafni – Listasafni Kópavogs að Hamraborg 4.
Gjörningurinn ‘MA’ í Salnum tengist samsýningunni ‘Stara’ í Gerðasafni þar sem eru sýnd verk Richardt, þar á meðal uppsetningin ‘DA’, sem og verðlaunaheimildamyndin ‘My Mother is Pink’ eftir Cecilie Debell, um móður Richardt. Bæði Salurinn og Gerðasafn bjóða frítt inn á daginn fyrir þá sem vilja upplifa tónleika Richardt ‘MA’ í Salurinn og uppsetninguna ‘DA’ í Gerðasafni, auk heimildarmyndarinnar ‘My Mother is Pink’.
Viðburðurinn tengir saman tvö menningarhús og -svið í Kópavogi og í honum koma saman tónlist, sjónlist og persónuleg frásögn listamannsins sem kafar hér djúpt í tónlistaráhrif ömmu sinnar og afa og speglar í þeim bæði flókinn uppvöxt sinn og rödd sína sem listamanns.
Sæti eru á staðnum og aðgengi fyrir hjólastóla er gott. Áhorfendur eru hvattir til að ferðast eftir hentugleik milli tónleika Richardts í Salnum og skoða framlag hans á samsýningunni Störu í Gerðasafni. Vinsamlegast athugið að ‘MA DA’ getur innihaldið listræna nekt, gróf orð og viðfangsefni sem ekki henta börnum.
Dagskrá tónleika
MA tóngjörningur stendur í 6 klukkustundir þar sem Richardt syngur ásamt hljómsveit:
12:00–1:00 PM: Berglind María Tómasdóttir (flauta)
1:00–2:00 PM: Moritz Christiansen (saxófónn)
2:00–3:00 PM: Sigurður Halldórsson (selló)
3:00–4:00 PM: Majella Clarke (óbó)
4:00–6:00 PM: Yuichi Yoshimoto (píanó)
Sviðsstjóri er angela rawlings.