Opið í dag

12:00-18:00

Opnun á Geómetríu

GEÓMETRÍA
08.10.2022
15:00

Geómetría spratt úr tilraunamennsku og framsæknum hugmyndum um eðli og möguleika listarinnar. Hreyfingin kom sem loftsteinn inn í íslenskt menningarlíf í upphafi sjötta áratugarins og olli straumhvörfum í listalífi þjóðarinnar. Hreyfingin var andsvar við ríkjandi fagurfræði þar sem leitast var við að finna nýjar leiðir til sköpunar og tjáningar. Geómetrían var ekki einangruð myndlistarstefna heldur nýtt viðmót, túlkun og tjáning á samtímanum þar sem myndlistin flæddi út fyrir rammann, samruni listgreina var mögulegur og borgin var vettvangur menningar.

Sýningarhönnun: Hreinn Bernharðsson & Studio Studio.

Bókin Abstrakt geómetría kemur út á opnun sýningarinnar með textum eftir Ásdísi Ólafsdóttur og Sjón. Að útgáfunni standa Knútur Bruun og Ólafur Kvaran.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner