Leiðsögn listamanna | Menning á miðvikudögum

Fríða Ísberg og Guðlaug Mía Eyþórsdóttir bregða ljósi á verk sín á sýningunni Stöðufundi í Gerðarsafni. Aðgangur er ókeypis og öll eru velkomin.
Vetrarhátíð | Sirra Sigrún Sigurðardóttir

Fjölskyldustundir á laugardögum | Tónlistar- og upptökusmiðja

Listamannaspjall | Afrit

Listamennirnir Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, Katrín Elvarsdóttir og Hallgerður Hallgrímsdóttir, ásamt sýningarstjóranum Brynju Sveinsdóttur, leiða gesti um sýninguna Afrit, sunnudaginn 23. febrúar kl.15.
Listamannaspjall | SKÚLPTÚR/SKÚLPTÚR

Sunnudaginn 23. september kl. 15:00-16:00 fer fram listamannaspjall með Áslaugu Írisi Katrínu Friðjónsdóttur. Á sýningunni SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR býður safnið samtímalistamönnum að ganga inn í sýningu Gerðar Helgadóttur undir hatti sýningarraðarinnar. Með því er gerð tilraun til að draga fram skúlptúrinn í samtímanum, ekki einungis sem mikilvægum hluta listasögunnar heldur einnig sem lifandi sjónrænu tungumáli […]
Listamannaspjall | GERÐUR esque

Tinna Guðmundsdóttir og Melanie Ubaldo verða með listamannaspjall á íslensku miðvikudaginn 26. maí kl. 12.15.
Leiðsögn með Æsu Sigurjónsdóttur

Æsa Sigurjónsdóttir listfræðingur og sýningarstjóri verður með leiðsögn um sýningu Elínar Hansdóttur og Úlfs Hanssonar, Ad Infinitum, og sýningu Santiagos Mostyn, 08-18 (Past Perfect). Sýningarnar tvær eru hluti af dagskrá Ljósmyndarhátíðar Íslands 2022.
Skólakór Kársness | Barnamenningarhátíð

Börn úr Kársnesskóla flytja Þúsaldarljóð Tryggva M. Baldvinssonar við ljóð Sveinbjarnar I. Baldvinssonar. Stjórnendur kóranna eru Álfheiður Björgvinsdóttir og Þóra Marteinsdóttir.
Sýningaleiðsögn | Menning á miðvikudögum

Brynja Sveinsdóttir, safnstjóri Gerðarsafns og sýningastjóri, býður upp á leiðsögn um sýningar Santiago Mostyn & Elínar Hansdóttur og Úlfs Hanssonar miðvikudaginn 9.mars kl. 12:15.Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.
Slaka & skapa

Eldri borgurum er boðið á viðburðinn Slaka & Skapa með Thelmu Björk Jónsdóttir sem fer fram í Gerðarsafni listasafni Kópavogs. Skoðuð verða tengslin milli hugleiðslu og handverks í gegnum teygjur og öndunar- og slökunaræfingar sem Thelma hefur þróað. Áhugasömum er boðið að halda hugleiðslu áfram með því að taka þátt í handverksvinnu á borð við […]
Kúltúr klukkan 13 | GerðarStundin

Gerðarsafn tekur þátt í fjölbreyttri dagskrá Menningarhúsanna í Kópavogi, sem streymt er heim í stofu á meðan samkomubann stendur yfir. Viðburðirnir eru sendir út í samstarfi við Stundina klukkan 13 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum.
Leiðsögn listamanna | Stöðufundur
