Opið í dag

12:00-18:00

Útlína | Opnunarviðburður

Velkomin á opnunarviðburð sýningarinnar Útlína með verkum, skissum og rannsóknarefni tíu nútíma- og samtímalistamanna úr safneign Gerðarsafns. Sýningarstjórarnir Brynja Sveinsdóttir og Hrafnhildur Gissurardóttir bjóða gestum í spjall um sýninguna og verður teiknileikur í boði fyrir yngstu gestina, sem listamaðurinn Edda Mac mun leiða. Opnunarviðburðurinn er gestum að kostnaðarlausu og léttar veitingar í boði. Útlína er […]

Fjölskyldustund | Kviksjá

Í tengslum við Sýninguna Ó, hve hljótt verður kviksjá viðfangsefni fjölskyldustundarinnar í Gerðarsafni sem Hrund Atladóttir mun leiða. Kviksjá eða kaleidóskóp er rörlaga leikfang sem er alsett speglum að innanverðu sem endurspegla litlar skrautflygsur á borð við glerbúta, perlur eða speglabrot sem komið hafa verið fyrir í rörinu. Þegar horft er í kviksjána má sjá […]

Sunnudagsleiðsögn með safnstjóra | Gerður | Yfirlit

Sunnudaginn 19. ágúst kl. 15 verður haldin leiðsögn um sýninguna Gerður: Yfirlit. Kristín Dagmar Jóhannesdóttir, safnstjóri Gerðarsafns, mun leiða gesti í gegnum sýninguna sem tekur breytingum síðar í mánuðinum.

Ókeypis tónleikar I Strengjasveit tónskóla Sigursveins

Ókeypis tónleikar með Strengjasveit Tónskóla Sigursveins í Gerðarsafni. Strengjasveitin er skipuð 26 nemendum á framhaldsstigi en stjórnandi hennar er Helga Þórarinsdóttir. Strengjasveitin er á leið í tónleika- og æfingaferð til Fíladelfíu þar sem sveitin er í samstarfi við YCO, Youth Chamber Orchestra. Tónleikarnir fara fram á sýningunni Fullt af litlu fólki sem nú stendur yfir í Gerðarsafni, ókeypis […]

Gjörningastund

Gjörningastund fyrir alla aldurshópa í Gerðarsafni. Myndlistarmennirnir Una Margrét Árnadóttir og Örn Alexander Ámundason skoða gjörningaformið í gegnum tilraunir tengdar verkum á sýningunni Líkamleiki þar sem kex og nuddbekkur koma við sögu. Gjörningastundin markar síðustu helgi sýningarinnar Líkamleika, sem er hugleiðing um líkamann eins og hann birtist í samtímalist. Á sýningunni eru valin verk eftir átján listamenn sem […]

Menning á miðvikudögum | Gjörningur um skírdreymi

Miðvikudaginn 2. maí kl. 12:15 verður fluttur gjörningurinn Embassy of Lucid Dreaming eftir Mariu-Magdalenu Ianchis, meistaranema í myndlist. Í gjörningnum birtist óræður heimur skírdreymis þar sem sá sofandi er meðvitaður um að hann dreymi og getur breytt framvindu drauma sinna. Gjörningurinn fer fram á ensku og er þátttaka gestum að kostnaðarlausu.

Mósaík teppasmiðja | Fjölskyldustund

Myndlistarkonan Þórdís Erla Zoëga verður með mósaík – teppasmiðju á neðri hæð Gerðarsafns á karnivali í upphafi hausts í öllum Menningarhúsunum í Kópavogi. Þar gefst gestum færi á að læra um aðferðir við mynstur gerð, hvernig maður býr til reglur og notar endurtekningar á sama tíma og sköpunarkrafturinn fær að leika lausum hala. Byrjað verður […]

Tríó Sól & Gerður Helgadóttir

Fimmtudaginn 25. júní kl. 19.00 mun strengjatríóið Tríó Sól flytja ljúfa tóna í Gerðarsafni í samtali við verk Gerðar Helgadóttur.

Fjölskyldustund | Barbara ferðalangur

Barnabókateiknarinn Barbara Árnason er uppspretta vangaveltna um ferðalanginn en sjálf fluttist Barbara til Íslands frá Bretlandi árið 1937. Þátttakendur vinna út frá eigin sögum og teikningum um ferðalög og fjarlæg lönd.  Smiðjan verður óháð tungumáli og er ætluð allri fjölskyldunni. Leiðbeinendur tala pólsku, íslensku, arabísku, frönsku, ensku og þýsku og er markmiðið að byggja upp samskipti þvert á tungumál […]

Sumarbræðingur| 9. júlí

Fimmtudaginn 9. júlí mun kl. 18:00 mun fjöllistahópurinn Sjarmör Collective bjóða gestum Gerðarsafns að fylgjast með þverfaglegum spuna í samtali við sýninguna Þegar allt kemur til alls.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner