Listamannaspjall | Afrit

Listamennirnir Bjarki Bragason og Þórdís Jóhannesdóttir, ásamt sýningarstjóranum Brynju Sveinsdóttur, leiða gesti um sýninguna Afrit, sunnudaginn 2. febrúar kl.15.
Opnunarviðuburður | Snúningur

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á opnun sýningarinnar Snúningur á Hönnunarmars.
Kúltúr klukkan 13 | GerðarStundin

Gerðarsafn tekur þátt í fjölbreyttri dagskrá Menningarhúsanna í Kópavogi, sem streymt er heim í stofu á meðan samkomubann stendur yfir. Viðburðirnir eru sendir út í samstarfi við Stundina klukkan 13 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum.
Listamannaspjall | Líkamleiki

Sunnudaginn 21. janúar kl. 16 fer fram listamannaspjall með Báru Kristinsdóttur, Claire Paugam, Evu Ísleifsdóttur og Katrínu Elvarsdóttur. Sýningin Líkamleiki var opnuð föstudaginn 19. janúar sem hluti af Ljósmyndahátíð Íslands 2018. Sýningin er hugleiðing um líkamann eins og hann birtist í samtímalist. Á sýningunni eru valin verk eftir listamenn sem eiga það sammerkt að vísa […]
Sólarprent | Barnamenningarhátíð

Sólarprent eftir börn úr 1. bekkjum Kársnesskóla og Smáraskóla. Verkin unnu börnin undir leiðsögn Hjördísar Eyþórsdóttur í Gerðarsafni dagana 4. – 8.apríl 2022.
Vetrarfrí I Sköpun í Stúdíói Gerðar

Í vetrarfríinu dagana 5. og 6. mars verður boðið upp á skapandi samverustundir í Stúdíói Gerðar. Börn, fjölskyldur og aðrir gestir geta gert listaverk úr spennandi efnivið, leikið með form og liti og gert stóra skúlptúra úr risakubbum safnsins.
Útgáfuhóf | Óræð lönd

Verið velkomin í útgáfuhóf nýútkominnar bókar Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson: Óræð lönd
Leiðsögn listamanna | Menning á miðvikudögum

Fríða Ísberg og Guðlaug Mía Eyþórsdóttir bregða ljósi á verk sín á sýningunni Stöðufundi í Gerðarsafni. Aðgangur er ókeypis og öll eru velkomin.
Fjölskyldustundir á laugardögum | Leiðsögn og teiknismiðja

Hlökk Þrastardóttir og Silja Jónsdóttir bjóða upp á fjölskylduleiðsögn og teiknismiðju í tengslum við sýningar Santiago Mostyn, Elínar Hansdóttur og Úlfs Hanssonar sem nú standa yfir í Gerðarsafni.
Slaka & skapa

Eldri borgurum er boðið á viðburðinn Slaka & Skapa með Thelmu Björk Jónsdóttir sem fer fram í Gerðarsafni listasafni Kópavogs. Skoðuð verða tengslin milli hugleiðslu og handverks í gegnum teygjur og öndunar- og slökunaræfingar sem Thelma hefur þróað. Áhugasömum er boðið að halda hugleiðslu áfram með því að taka þátt í handverksvinnu á borð við […]
Listamannaspjall | SKÚLPTÚR/SKÚLPTÚR

Sunnudaginn 23. september kl. 15:00-16:00 fer fram listamannaspjall með Áslaugu Írisi Katrínu Friðjónsdóttur. Á sýningunni SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR býður safnið samtímalistamönnum að ganga inn í sýningu Gerðar Helgadóttur undir hatti sýningarraðarinnar. Með því er gerð tilraun til að draga fram skúlptúrinn í samtímanum, ekki einungis sem mikilvægum hluta listasögunnar heldur einnig sem lifandi sjónrænu tungumáli […]
Listamannaspjall | Afrit

Listamennirnir Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, Katrín Elvarsdóttir og Hallgerður Hallgrímsdóttir, ásamt sýningarstjóranum Brynju Sveinsdóttur, leiða gesti um sýninguna Afrit, sunnudaginn 23. febrúar kl.15.