Opið í dag

12:00-18:00

Alsjáandi | Vetrarhátíð í Kópavogi

Alsjáandi – ósamþykktar skissur að altaristöflu er sýning á tillögum Gerðar Helgadóttur að altaristöflu í Kópavogskirkju. Tillögurnar vann Gerður árið 1971 en samkomulag náðist ekki um innihald þeirra og urðu þær því ekki að veruleika. Á sýningunni gefst gestum færi á að skoða skissurnar í því samhengi sem þær voru hugsaðar, inni í kirkjunni ásamt […]

Fjölskyldustund | Spíralar og mynstur

Fjölskyldustund með myndlistarmanninum Doddu Maggý með áherslu á spírala og mynstur í tengslum við sýninguna Ó, hve hljótt þar sem hún sýnir verk sitt Curlicue (spectra). Tilraunir verða gerðar með samsetningu pappírs, lita og mynstra og hentar smiðjan breiðum aldurshóp. Listakonan nýtir skjávarpa og vídeóvél og varpar vídeói af spírölum sem hafðir eru til fyrirmyndar.

Menning á miðvikudögum | Barbara og barnabækur

Hádegisleiðsögn um verk Barböru Árnason í Gerðarsafni og sýninguna Áhrifavaldar æskunnar – íslenskar barnabækur fyrr og nú á Bókasafni Kópavogs. Sýningarnar eru liður í viðburðaröðinni Barnabókin í 100 ár sem verður á aðalsafni Bókasafns Kópavogs í febrúar. Leiðsögnin hefst á neðri hæð Gerðarsafns þar sem skoðaðar verða teikningar, tréristur og koparstungur Barböru. Valdar barnabækur með bókaskreytingum […]

Leiðsögn um glugga Gerðar Helgadóttur | Menning á miðvikudögum

Leiðsögn með séra Sigurði Arnarsyni sóknarpresti sem segir frá steindum gluggum Gerðar Helgadóttur í Kópavogskirkju. Sr. Sigurður veitir innsýn í nýjar framkvæmdir sem áttu sér stað á gluggum á suðurhlið kirkjunnar en hluti glugganna voru teknir niður og sendir til viðgerða til Oidtmann bræðra í Þýskalandi, sem er sama glerverkstæði og Gerður vann með í […]

Sumarbræðingur I 13. ágúst

Fimmtudaginn 13. ágúst verður síðasti Sumarbræðingur Menningarhúsanna í Gerðarsafni. Safnið verður opið lengur eða til kl. 21:00 samhliða tónleikaröðinni Sumarjazz sem fer fram í Salnum. Veitingastaðurinn Pure Deli er lokaður vegna samkomutakmarkanna, en boðið verður upp á frítt kaffi og vatn. Í Stúdíói Gerðar, fræðslurými Gerðarsafns, verða dregnir fram vatnslitir og safngestum gefið færi á að […]

Ljós og skuggar | Fjölskyldustund

Ljós og skuggar tilraunasmiðja með listakonunum Guðrúnu Veru Hjartardóttir og Sigrúnu Halldóru Gunnarsdóttur í tengslum við sýninguna Fullt af litlu fólki. Í smiðjunni verða gerðar luktir og tilraunir með ljós og skugga. Á þessum tíma, þann 11. nóvember er Martinsmessan haldin hátíðleg um allan heim. Þegar myrkasta tíma ársins á Vetrarsólstöðum gengur í garð er […]

Þegar allt kemur til alls

Þegar allt kemur til alls sem verður opin almenningi í Gerðarsafni frá og með laugardeginum 4. júlí.  Þegar allt kemur til alls er samsýning með verkum eftir tólf íslenska samtímalistamenn. Verkin hafa verið sérvalin út frá því hvernig fegurðin í hversdagsleikanum, léttleiki, húmor og leikgleði birtast í þeim. Sýningin er viðbragð við aðstæðum í samfélaginu […]

Menning á miðvikudögum | Sýningarstjóraspjall

Brynja Sveinsdóttir sýningarstjóri leiðir gesti í gegnum sýninguna Líkamleiki, sem er hugleiðing um líkamann eins og hann birtist í samtímalist. Á sýningunni eru valin verk eftir listamenn sem eiga það sammerkt að vísa í líkamann og líkamleika af ýmsu tagi. Listamenn sýningarinnar eru Bára Kristinsdóttir, Claire Paugam, Eirún Sigurðardóttir, Elín Hansdóttir, Eva Ísleifsdóttir, Guðrún Benónýsdóttir, […]

Geirfuglinn sem táknmynd aldauðans | Menning á miðvikudögum

Gísli Pálsson, mannfræðingur og prófessor emeritus við HÍ, fjallar um geirfuglinn sem táknmynd aldauða í hádegiserindi í Gerðarsafni. Erindið er haldið í tengslum við yfirlitssýningu á verkum Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson, „Óræð lönd: Samtöl í sameiginlegum víddum“ þar sem samspil manna, dýra, náttúru og umhvefis eru í brennidepli. Aðgangur ókeypis og öll velkomin meðan […]

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner