Síðasti sýningardagur Ó, hve hljótt
Síðasti sýningardagur Ó, hve hljótt verður á sunnudaginn 31. mars. Sýningin Ó, hve hljótt samanstendur af völdum kvikmyndum, hljóð- og vídeóverkum eftir bæði íslenska og alþjóðlega samtímalistamenn. Þó að verkin kunni að vera af ólíkum toga, í stíl eða efnistökum, eiga þau það sammerkt að bera með sér yfirvegaða kyrrð og djúpstæða friðsæld, líkt og sýningartitillinn […]
Ljósmyndabrenglun | Fjölskyldustund
Hefur þú verið inni í myndavélinni?
Leiðin að skilningstrénu
Tónheilararnir Kamilla Ingibergsdóttir og Sólbjört Guðmundsdóttir bjóða gesti velkomna á hljóðbað til heiðurs listakonunni Hilmu af Klint. Gestum verður boðið í ferðalag inn á við með aðstoð leiddrar hugleiðslu og 18 alkemíu kristalsskála. Einstakur hljóðheimur skálanna aðstoðar gesti við að tengja bæði inn á við og við listaverkin. Í huga Hilmu af Klint hafði allt anda og sál – […]
Cycle
Dagskrá Cycle hátíðinnar daganna 24. – 28. október verður með ýmsu móti í ár.
Listamannaspjall | Menning á miðvikudögum
Listamennirnir Guðjón Ketilsson og Una Björg Magnúsdóttir ræða um verk sín á sýningunni Þegar allt kemur til alls, ásamt sýningarstjórunum Brynju Sveinsdóttur og Jónu Hlíf Halldórsdóttur, miðvikudaginn 19. ágúst kl. 12.15.
Vetrarfrí | Hljóðlistasmiðja
Tónlistar- og myndlistarmaðurinn Curver Thoroddsen, leiðir hljóðlistasmiðju fyrir 10-14 ára í Vetrarfríi grunnskólanna, daganna 25. og 26. febrúar, þar sem áhersla er lögð á samspil hljóðs og myndar. Þátttakendur fá afnot af hljóðfærum og skapa ýmiskonar hljóðverk með hliðsjón af myndefni.
Spjall með fulltrúum ættingja | Menning á miðvikudögum
Gestum er boðið í spjall við vini og ættingja listamannanna Valgerðar Bríem, Gerðar Helgadóttur og Barböru Árnason sem allar eiga verk á sýningunni Útlínu sem stendur nú yfir í Gerðarsafni. Listakonurnar settu sinn svip á íslensku myndlistarsenuna og munu ættingjar og fulltrúar þeirra setja verkin á sýningunni í persónulegt samhengi.
Listamannaspjall | Steinunn Önnudóttir
Sunnudaginn 7. október kl. 15:00-16:00 fer fram listamannaspjall með Steinunni Önnudóttur.
Endur hugsa um galdra
Næstkomandi miðvikudagkvöld verður listhópurinn Endur hugsa með dagskrá þar sem leiðarstefið verður galdrar – í hversdagslífinu, í söguhefð, í sagnahefð – og önnur óútskýranleg, dularfull og undraverð fyrirbæri eins og nánd við náttúru, aðrar lífverur og hluti.
,,Bara drekka te“ I Te athöfn með Dawn Nilo
Just Drink Tea er róttæk tilraun til þess að fanga augnablikin, eins konar athöfn helguð skynreynslu mannfólksins. Titilinn má þýða sem „drekkið bara te“ og verkið reynir að hefja upp orðið „bara“ og láta það vísa í margbreytileika þess sem „eitthvað æðra“ en finna má í einfaldleika tilverunnar. Gestir bjóða hver öðrum te og taka […]
Ferðasögur Einars Fals ljósmyndara | Menning á miðvikudögum
Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari segir ferðasögur sínar í hádegisspjalli í tengslum við sýninguna Afrit. Einar Falur hefur lengi unnið sem blaðamaður á Morgunblaðinu en einnig sinnt listgrein sinni, ljósmyndun, með margvíslegum hætti. Hann hefur haldið margar sýningar á verkum sínum, hérlendis og erlendis, verið sýningarstjóri að ljósmyndasýningum, ritstýrt eða komið að gerð ljósmyndabóka, sjálfur skrifað bækur, […]
Sumarsólstöður
Fjölskyldum er boðið að hjálpa listakonunum í Endur Hugsa að sá fræjum, föndra og fegra geisladiska gróðurhúsið. Á meðan hendur eru uppteknar fær hugurinn að reika og þannig skapast umræður um plöntur, endurnýtingu og umhverfismál almennt.