Opið í dag

12:00-18:00

Allt og hvaðeina | Fjölskyldustund

Verið velkomin í fjölskyldustund laugardaginn 4. júlí kl. 13-15 í Gerðarsafni. Marta María Jónsdóttir og Brynhildur Kristinsdóttir, myndlistarmenn og nemendur í listkennsludeild LHÍ leiða smiðju þar sem unnin verða þrívíð verk undir áhrifum frá Gerði Helgadóttur.

Menning á miðvikudögum | Söngleiðangur

Söngleiðangur á sýningunni Ó, hve hljótt með Hrafnhildi Árnadóttur Hafstað sópransöngkonu, sem nýverið sló í gegn á vínartónleikum Sinfóníunnar. Hrafnhildur syngur óð til þeirra verka sem vekja hjá henni hughrif og hefst söngleiðangurinn hjá verki eftir Sigurð Guðjónsson með lagi eftir Poulenc. Við verk Doddu Maggýjar syngur Hrafnhildur grískt þjóðlag eftir óþekktan höfund og endar […]

Fyrirlestur I Innsæi í list

Í fyrirlestri sínum mun Edward de Boer fjalla um hugtakið „innsæi“, einkum í tengslum við verk Rudolfs Steiner og Joseph Beuys. Hvað er innsæi? Hvernig túlka bæði listamaðurinn og hugsuðurinn sýn sína á manninn og veröldina gegnum innsæi? Innsæið birtist í verkum þeirra beggja sem merkingarbær brunnur að sækja í. Innsæið birtist einnig sem brú […]

Kúltúr klukkan 13 | Innlit í listaverkageymslu

Gerðarsafn tekur þátt í fjölbreyttri dagskrá Menningarhúsanna í Kópavogi, sem streymt er beint heim í stofu á meðan samkomubann stendur yfir. Viðburðirnir eru sendir út í samstarfi við Stundina og eru haldnir klukkan 13 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Miðvikudaginn 29. apríl kl. 13 verður útsending frá Gerðarsafni þar sem Halla Oddný Magnúsdóttir lítur í listaverkageymslu Gerðarsafns í […]

Kvöldopnun | Mæna

Fimmtudagskvöldið 3. september býður Gerðarsafn upp á lengdan opnunartíma eða til kl. 21.00 í tilefni af útskriftarsýningu nemenda í hönnun og arkitektúr. Á sýningunni Fjörutíu skynfæri  má sjá verk eftir nemendur sem útskrifuðust úr hönnun og arkitektúr frá Listaháskóla Íslands í júní 2020.  Útgáfuhóf Mænu, tímarits útskriftarnemenda í grafískri hönnun, verður í anddyri Gerðarsafns frá […]

Leiðsögn | Grafísk hönnun

Leiðsagnir sýningarstjóra um útskriftarsýningu hönnunar- og arkitektúrdeildar Fjörtíu skynfæri sem stendur í Gerðarsafni fara fram sunnudaginn 6. september.

Leiðsögn með meistaranemum í myndlist

Leiðsögn með meistaranemum í myndlist Sunnudaginn 6. maí kl. 15 munu meistaranemar í myndlist leiða gesti um útskriftarsýninguna. Í verkum myndlistarnema tvinnast saman og togast á vangaveltur um stuðning, endurspeglun, tilfærslur, hringrás og takmarkanir. Útskriftarsýning meistaranema í myndlist og hönnun frá Listaháskóla Íslands stendur yfir í Gerðarsafni 28.apríl – 13. maí

Menning á miðvikudögum | Forvarsla listaverka

Nathalie Jacqueminet veitir innsýn í listaverkageymslu Gerðarsafns þar sem hún dregur fram einstaka safnmuni úr safneign og ræðir um forvörslu verka. Eitt megin hlutverk safna felst í að vernda muni í eigu þeirra en safneign Gerðarsafns telur um 4.250 verk.

Heilagir dansar Gurdjieff I Ókeypis námskeið

Ókeypis tveggja daga námskeið í Heilögum dönsum Gurdjieff með kennaranum og listakonunni Sati Katerinu Fitzovu. Gestir geta valið hvort þeir mæti báða dagana eða annan daginn á námskeiðið. Á laugardeginum er það kl. 10:00- 17:00 með hádegishlé frá 13:00-14:00. Sunnudagurinn er frá kl. 10:00-15:00 með hádegishlé frá 12:00-13:00. Skráning á gerdarsafn@kopavogur.is

Heilagur líkami I Gjörningur eftir Martje Brandsma

Spunaverk Martje Brandsma markar upphaf sýningarinnar og vegur salt á milli impúlsa og móttöku, þéttleika og fjarlægðar, hörku og elds. Hún færir sjónarhornið frá því að hreyfast á jörðinni að því að láta hreyfast af sólkerfinu: Teygja, snerting, vakning og grip. Þetta ferli miðar að innri kyrrð gegnum ytri hreyfingu.