Opið í dag

12:00-18:00

Málþing | Fullt af litlu fólki

Kynning í formi fyrirlestra og umræðna um þema sýningarinnar, andleg málefni í listum, í tengslum við verk Gerðar Helgadóttur, Hilma af Klint og Rudolf Steiner. Enn fremur verður farið í leiðangur um þemað í samhengi við samtímalist og listsköpun. Viðmælendur: Jón B.K. Ransu (IS), Silvana Gabrielli (IT/CH), og Johannes Nilo (SE/CH),Walter Kugler (CH) og Dawn […]

Vatnslitatilraunir | Fjölskyldustund

Verið velkomin í fjölskyldustund laugardaginn 29. febrúar kl. 13-15 í Gerðarsafni. Marta María Jónsdóttir og Brynhildur Kristinsdóttir, myndlistarmenn og nemendur í listkennsludeild LHÍ leiða fjölskyldustundina þar sem unnið verður á óhefðbundin hátt með liti, vatn, salt og pappír.

Listamannaspjall | Þegar allt kemur til alls

Listamennirnir Hildigunnur Birgisdóttir og Þór Sigurþórsson ræða um verk sín á sýningunni Þegar allt kemur til alls, ásamt sýningarstjórunum Brynju Sveinsdóttur og Jónu Hlíf Halldórsdóttur, laugardaginn 22. ágúst kl. 16.00. Þegar allt kemur til alls er samsýning með verkum eftir tólf íslenska samtímalistamenn. Verkin hafa verið sérvalin út frá því hvernig fegurðin í hversdagsleikanum, léttleiki, […]

Leiðsögn | Arkitektúr

Leiðsagnir sýningarstjóra um útskriftarsýningu hönnunar- og arkitektúrdeildar Fjörtíu skynfæri sem stendur í Gerðarsafni fara fram sunnudaginn 6. september.

Fjölskyldustund | Skúlptúr heimar

Laugardaginn 6. október frá 13:00-15:00 fer fram landslags skúlptúrsmiðja með listakonunni Steinunni Önnudóttur. Steinunn er einn af listamönnum sýningarinnar SKÚLPTÚR/SKÚLPTÚR á Gerðarsafni. Verk hennar á sýningunni nefnist Manngert – fyrir þá hógværu og sýnir afstætt landslag með fjöllum og húsum í framandi heimi. Skúlptúrar Steinunnar eru úr fjölbreyttum efnivið, svo sem keramik, striga, leir, svampi, […]

Ljós og skuggar I Foreldramorgnar

Ungabörnum og foreldrum þeirra er boðið í skapandi samverustund á Gerðarsafni. Listaverk og umhverfið verður skoðað með skynjunarkubbum sem birta liti, form og ljós.

Sumardraumar á sautjándanum

Draumkennd tónlist, draumafangarasmiðja og ævintýraþrautin Draumaslóð er á meðal þess sem boðið verður upp á 17. júní þegar Menningarhúsin í Kópavogi, ásamt listafólki á vegum Skapandi sumarstarfa í Kópavogi, taka saman höndum um metnaðarfulla og fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa undir yfirskriftinni Sumardraumar á sautjándanum.