Opið í dag

12:00-18:00

Að ná í ljósið I Fjölskyldustund

Kolasmiðja með Guðrúnu Veru Hjartardóttir og Sigrúnu Halldóru Gunnarsdóttur þar sem ýmsar tilraunir verða gerðar með kol og hnoðleður til að dýpka tilfinninguna fyrir ljósi og skugga.

Kúltúr klukkan 13 | GerðarStundin

Gerðarsafn tekur þátt í fjölbreyttri dagskrá Menningarhúsanna í Kópavogi, sem streymt er heim í stofu á meðan samkomubann stendur yfir. Viðburðirnir eru sendir út í samstarfi við Stundina klukkan 13 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum.

Aðventuhátíð Menningarhúsanna

Hin árlega aðventuhátíð fer fram í og við Menningarhúsin í Kópavogi næstkomandi laugardag þann fyrsta í aðventu. Á útisvæði verður aðventumarkaður, jólatré og skemmtun á sviði.

Opnun útskriftarsýningar

Laugardaginn 28. apríl verður opnuð útskriftarsýning meistaranema í hönnun og myndlist frá Listaháskóla Íslands í Gerðarsafni, Kópavogi. Á sýningunni má sjá afrakstur tveggja ára háskólanáms á meistarastigi þar sem hönnuðir og myndlistarmenn hafa fengið tækifæri til að þróa og styrkja rannsóknir sínar á viðkomandi fagsviðum. Áhersla er lögð á skapandi og greinandi hugsun sem nýtist […]

Fjölskyldustund | Vídeósmiðja

Listakonan Ásdís Sif Gunnarsdóttir kennir grunnþætti vídeógerðar í tengslum við sýninguna Ó, hve hljótt. Í upphafi smiðjunnar eru nokkur vel valin vídeóverk skoðuð og út frá þeim verða unnin vídeóverkefni sem allir geta spreytt sig á. Einnig verður notast við texta og teikningar og skemmtileg atburðarrás mun eiga sér stað!

Slaka & skapa

Eldri borgurum er boðið á viðburðinn Slaka & Skapa með Thelmu Björk Jónsdóttir sem fer fram í Gerðarsafni listasafni Kópavogs. Skoðuð verða tengslin milli hugleiðslu og handverks í gegnum teygjur og öndunar- og slökunaræfingar sem Thelma hefur þróað. Áhugasömum er boðið að halda hugleiðslu áfram með því að taka þátt í handverksvinnu á borð við […]

Myndlist & innsæi I Ókeypis námskeið

Ókeypis námskeið með Edward de Boer og Ruth Bellinkx þar sem hvatinn að baki andlegra verka Rudolf Steiners, Hilmu Af Klint og Joseph Beuys verður skoðaður í gegnum æfingar, tilraunir, fræðslu og samtöl. Hver listamaður er með einstaka nálgun og sjónarhorn á andlega þætti tilverunnar, hvernig þeir tengjast og hafa áhrif á veraldlega – og […]

Opnun | Afrit & GERÐUR

Sýningin Afrit verður opnuð í Gerðarsafni föstudaginn 17. janúar, kl. 19 sem hluti af Ljósmyndahátíð Íslands 2020. Á sama tíma verður ný grunnsýning; GERÐUR, opnuð á neðri hæð safnsins.

Listamannaspjall | Líkamleiki

Sunnudaginn 21. janúar kl. 16 fer fram listamannaspjall með Báru Kristinsdóttur, Claire Paugam, Evu Ísleifsdóttur og Katrínu Elvarsdóttur. Sýningin Líkamleiki var opnuð föstudaginn 19. janúar sem hluti af Ljósmyndahátíð Íslands 2018. Sýningin er hugleiðing um líkamann eins og hann birtist í samtímalist. Á sýningunni eru valin verk eftir listamenn sem eiga það sammerkt að vísa […]

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner