Opið í dag

12:00-18:00

Menning á miðvikudögum | Barbara og barnabækur

Hádegisleiðsögn um verk Barböru Árnason í Gerðarsafni og sýninguna Áhrifavaldar æskunnar – íslenskar barnabækur fyrr og nú á Bókasafni Kópavogs. Sýningarnar eru liður í viðburðaröðinni Barnabókin í 100 ár sem verður á aðalsafni Bókasafns Kópavogs í febrúar. Leiðsögnin hefst á neðri hæð Gerðarsafns þar sem skoðaðar verða teikningar, tréristur og koparstungur Barböru. Valdar barnabækur með bókaskreytingum […]

Leiðsögn um glugga Gerðar Helgadóttur | Menning á miðvikudögum

Leiðsögn með séra Sigurði Arnarsyni sóknarpresti sem segir frá steindum gluggum Gerðar Helgadóttur í Kópavogskirkju. Sr. Sigurður veitir innsýn í nýjar framkvæmdir sem áttu sér stað á gluggum á suðurhlið kirkjunnar en hluti glugganna voru teknir niður og sendir til viðgerða til Oidtmann bræðra í Þýskalandi, sem er sama glerverkstæði og Gerður vann með í […]

Sumarbræðingur I 13. ágúst

Fimmtudaginn 13. ágúst verður síðasti Sumarbræðingur Menningarhúsanna í Gerðarsafni. Safnið verður opið lengur eða til kl. 21:00 samhliða tónleikaröðinni Sumarjazz sem fer fram í Salnum. Veitingastaðurinn Pure Deli er lokaður vegna samkomutakmarkanna, en boðið verður upp á frítt kaffi og vatn. Í Stúdíói Gerðar, fræðslurými Gerðarsafns, verða dregnir fram vatnslitir og safngestum gefið færi á að […]

Bachelsi

Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir mynda saman tvíeykið Bachelsi, en í sumar taka þær fyrir tónverk J. S. Bach og nálgast þau á nýjan hátt. Verkefnið er hluti af Skapandi sumarstörfum á vegum Kópavogsbæjar.

Ljós og skuggar | Fjölskyldustund

Ljós og skuggar tilraunasmiðja með listakonunum Guðrúnu Veru Hjartardóttir og Sigrúnu Halldóru Gunnarsdóttur í tengslum við sýninguna Fullt af litlu fólki. Í smiðjunni verða gerðar luktir og tilraunir með ljós og skugga. Á þessum tíma, þann 11. nóvember er Martinsmessan haldin hátíðleg um allan heim. Þegar myrkasta tíma ársins á Vetrarsólstöðum gengur í garð er […]

Þegar allt kemur til alls

Þegar allt kemur til alls sem verður opin almenningi í Gerðarsafni frá og með laugardeginum 4. júlí.  Þegar allt kemur til alls er samsýning með verkum eftir tólf íslenska samtímalistamenn. Verkin hafa verið sérvalin út frá því hvernig fegurðin í hversdagsleikanum, léttleiki, húmor og leikgleði birtast í þeim. Sýningin er viðbragð við aðstæðum í samfélaginu […]

Menning á miðvikudögum | Sýningarstjóraspjall

Brynja Sveinsdóttir sýningarstjóri leiðir gesti í gegnum sýninguna Líkamleiki, sem er hugleiðing um líkamann eins og hann birtist í samtímalist. Á sýningunni eru valin verk eftir listamenn sem eiga það sammerkt að vísa í líkamann og líkamleika af ýmsu tagi. Listamenn sýningarinnar eru Bára Kristinsdóttir, Claire Paugam, Eirún Sigurðardóttir, Elín Hansdóttir, Eva Ísleifsdóttir, Guðrún Benónýsdóttir, […]

Geirfuglinn sem táknmynd aldauðans | Menning á miðvikudögum

Gísli Pálsson, mannfræðingur og prófessor emeritus við HÍ, fjallar um geirfuglinn sem táknmynd aldauða í hádegiserindi í Gerðarsafni. Erindið er haldið í tengslum við yfirlitssýningu á verkum Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson, „Óræð lönd: Samtöl í sameiginlegum víddum“ þar sem samspil manna, dýra, náttúru og umhvefis eru í brennidepli. Aðgangur ókeypis og öll velkomin meðan […]

13 heilagar nætur I Menning á miðvikudögum

Myndlistarkonurnar Sigrún Halldóra Gunnarsdóttir/ÚaVon og Guðrún Vera Hjartardóttir kynna draumadagbók og ferlið í gegnum hinar þrettán heilögu nætur, sem tengjast einnig íslensku jólasveinunum.