Opið í dag

12:00-18:00

Myndlist & innsæi I Ókeypis námskeið

Ókeypis námskeið með Edward de Boer og Ruth Bellinkx þar sem hvatinn að baki andlegra verka Rudolf Steiners, Hilmu Af Klint og Joseph Beuys verður skoðaður í gegnum æfingar, tilraunir, fræðslu og samtöl. Hver listamaður er með einstaka nálgun og sjónarhorn á andlega þætti tilverunnar, hvernig þeir tengjast og hafa áhrif á veraldlega – og […]

Sumarsólstöður

Fjölskyldum er boðið að hjálpa listakonunum í Endur Hugsa að sá fræjum, föndra og fegra geisladiska gróðurhúsið. Á meðan hendur eru uppteknar fær hugurinn að reika og þannig skapast umræður um plöntur, endurnýtingu og umhverfismál almennt.

Opnun | Afrit & GERÐUR

Sýningin Afrit verður opnuð í Gerðarsafni föstudaginn 17. janúar, kl. 19 sem hluti af Ljósmyndahátíð Íslands 2020. Á sama tíma verður ný grunnsýning; GERÐUR, opnuð á neðri hæð safnsins.

Listamannaspjall | Líkamleiki

Sunnudaginn 21. janúar kl. 16 fer fram listamannaspjall með Báru Kristinsdóttur, Claire Paugam, Evu Ísleifsdóttur og Katrínu Elvarsdóttur. Sýningin Líkamleiki var opnuð föstudaginn 19. janúar sem hluti af Ljósmyndahátíð Íslands 2018. Sýningin er hugleiðing um líkamann eins og hann birtist í samtímalist. Á sýningunni eru valin verk eftir listamenn sem eiga það sammerkt að vísa […]

Vatnsdropinn | Sagan um síðasta drekann í heiminum

Múmínstund í Gerðarsafni í tengslum við sýninguna „Sjórinn er fullur af góðum verum. Sjórinn er fullur af rusli“ en sýningin byggir á sagnaheimi Tove Jansson auk verka H. C. Andersen og Astrid Lindgren.

Fjölskyldustund | Leirum okkur sjálf

Smiðjan er unnin út frá sýningunni Líkamleiki, sem fjallar um líkamann og líkamleika í samtímalist. Í smiðjunni munum við gera tilraunir með að leira okkur sjálf og sækjum innblástur í verk á sýningunni. Við prófum að leira með lokuð augun líkt og Haraldur Jónsson gerir í verkinu Blindnur og skoðum hvað gerist þegar maður nuddar leir eins og í vídeóverkinu Heilnudd […]

Listin að leika sér I Ókeypis námskeið

Á námskeiðinu verður kennd tækni sem Dawn Nilo hefur sjálf þróað til að rannsaka sambandið milli greindar eða fáránleika hins barnslega annars vegar og ímyndunarafls og sköpunar hins vegar. Þátttakendur læra að nota meðvitundaræfingar og aðferðir fengnar úr leikhúsi, gjörningalist, dansi og kennslufræði til að kanna “dýpið” eða djúpstæða reynslu. Reynslu úr dýpi er hægt […]

Hringflauta | Tónleikar

Verið velkomin á síðdegistónleika í Gerðarsafni næstkomandi föstudag. Leikið verður á hringflautu, hugarfóstur hönnuðanna Brynjars Sigurðarsonar og Veroniku Sedlmair. Verk Brynjars og Veroniku er hluti af yfirstandandi sýningu í Gerðarsafni Einungis allir, sem er hluti listahátíðarinnar Cycle. Hringflautan samanstendur af fjórum þverflautum sem sveigðar eru að lögun og mynda samsettan hring en innan hans er pláss fyrir áheyranda. Til […]