Opið í dag

12:00-18:00

Staðsetningar

07.10.2017
–07.01.2018
z9a7812-1
07.10.2017 – 29.10.2017 07.10.2017 – 29.10.2017 03.11.2017 – 07.01.2018 03.11.2017 – 07.01.2018 Staðsetningar var sýning á verkum Einars Garibalda Eiríkssonar og Kristjáns Steingríms Jónssonar, sem unnið hafa með málverkið um árabil. Einar Garibaldi og Kristján Steingrímur hafa báðir mótað með sér persónulega nálgun í rannsóknum sínum á náttúru, stöðum og staðsetningum. Sett var upp sýning í tveimur hlutum. Á fyrri hluta sýningarinnar mátti sjá ný verk listamannanna en á seinni hluta sýningarinnar var veitt frekari innsýn í vinnuaðferðir og rannsóknir þeirra. Einar Garibaldi skoðar kennileiti, landakort og merki í náttúrunni og vekur athygli á því hvernig skilningur okkar á umhverfinu mótast og breytist. Leikur hans með landakort og náttúruleg tákn opnar fyrir heimspekilegar samræður um heiminn. Staður og náttúra í verkum Kristjáns Steingríms hefur tekið sér fótfestu í verkinu sjálfu. Hann ferðast á ákveðna staði og vinnur verkin úr sjálfum jarðveginum. Í stað þessa að mála mynd af staðnum, málar hann „með“ sjálfum staðnum. Sýningarstjórar voru Jón Proppé og Kristín Dagmar Jóhannesdóttir.
GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner