Opið í dag

12:00-18:00

Sýningarleiðsögn á Safnanótt

VETRARHÁTÍÐ Í KÓPAVOGI
03.02.2023
18:00
–18:30

Boðið verður upp á leiðsögn um sýninguna Að rekja brot (Tracing Fragments) föstudagskvöldið 3. febrúar, á Safnanótt kl. 18. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Að rekja brot er samsýning listamanna frá Mexikó, Nígeríu, Pakistan, Bandaríkjunum, Grænlandi og öðrum Norðurlöndum. Listafólkið rannsakar í verkum sínum tengsl þjóðernis og sjálfsmyndar, flókna sögu nýlendu- og kynþáttaofbeldis, frásagnir um kúgun og eignarnám og hugtök eins og yfirvald og fórnarlamb. Hver og einn listamaður rannsakar sína eigin sögu og opnar á samtal um áður þaggaðar frásagnir þeirra kúguðu. Markmið sýningarinnar er að vera uppspretta samtals og rýna í sögur um landnám, þrælahald, kynþáttafordóma, kúgun og eignarnám.

Listafólk: Abdullah Qureshi, Frida Orupabo, Hugo Llanes, Inuuteq Storch, Kathy Clark og Sasha Huber.

Sýningarstjóri: Daría Sól Andrews

Sýningin er styrkt af Nordic Culture Fund.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner