Verið öll velkomin á opnun sýningarinnar Hér á ég heima í Gerðarsafni sunnudaginn 2.júní kl 15:00. Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík.
Hér á ég heima er myndbandsinnsetning eftir Yuliönu Palacios þar sem kafað er í það hvernig við festum rætur og búum okkur heimili í nýju umhverfi. Listakonan dregur upp innilega og hjartnæma mynd af ferðalagi innflytjandans; viðleitninni til að aðlagast og finnast hún eiga heima í framandi landi. Verkið er óður til innflytjenda á Íslandi og leikur á allan tilfinningaskalann á djúpan og næman máta.
Palacios er mexíkósk listakona sem hefur búið á Íslandi frá árinu 2016. Á þeim tíma hefur hún unnið sjálfstætt að eigin verkum en gjarnan átt í samstarfi við annað heimafólk. Hún stundar nú meistaranám í sviðslistum við Listaháskóla Íslands. Kvikmyndataka: Elvar Örn Egilsson Tónlist og hljóðhönnun: Jón Haukur Unnarsson Styrktar- og samstarfsaðilar: Listahátíð, Rocinante Oaxaca, Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir, Stella Ögmundsdóttir, Fözz Studio.