Opið í dag

12:00-18:00

Together | Fjöltyngd smiðja | Adinkra – afrísk tákn

FJÖLSKYLDUSTUNDIR Á LAUGARDÖGUM
28.09.2024
13:00
–15:00

Velkomin í fjöltyngda smiðju sem leiðir saman menningarheima í gegnum afrísk tákn frá Gana!

Í þessari spennandi fjölskyldusmiðju fá þátttakendur tækifæri til að prenta tákn á textíl í samræmi við hefðir Asante fólksins í Gana. Adinkra táknin eiga sér langa sögu innan ganískrar menningar. Þau eru oft notuð til að skreyta hluti eins og skartgripi, leirmuni og fatnað, en hvert tákn ber sína merkingu.

HVAÐ Á AÐ KOMA MEÐ:
Komdu með eigin flík, til dæmis langerma eða stuttermabol, til að skreyta með Adinkra táknum að eigin vali! Allt annað efni verður á staðnum

NÁNARI UPPLÝSINGAR:

-Opið fyrir allan aldur
-Engrar reynslu krafist
-Kíktu við hvenær sem er á milli 13-15 og vertu eins lengi og þú vilt
-Börn verða að vera í fylgd með fullorðnum
-Smiðjan fer fram á ensku og íslensku

Smiðjan er liður í viðburðaröðinni Together sem er skipulögð af Menningarhúsunum í Kópavogi í samstarfi við GETU – hjálparsamtök. Markmiðið er að stuðla að gagnkvæmum skilningi menningarheima og að vera samskipta- og sköpunarvettvangur fyrir fólk úr ólíkum áttum.

Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin!

LEIÐBEINENDUR:

Ahmed Fuseini er listamaður frá Ghana sem er búsettur á Íslandi ‏þar sem hann stundar mastersnám í alþjóðlegum fræðum við Háskóla Íslands. Hann hlaut þjálfun Adinkra list frá unga aldri.

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir er íslenskur myndlistarmaður og sýningarstjóri með MA í myndlist frá Listaháskóla Íslands. Hún er stofnandi GETA – hjálparsamtaka sem styðja við hælisleitendur og flóttafólk, meðal annars með ‎ýmsum viðburðum og smiðjum.

Viðburðurinn er styrktur af Barnamenningarsjóði og Lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner