Skemmtileg og fjölskylduvæn dagskrá með Memmm Play og Skólahljómsveit Kópavogs fer fram undir berum himni, sunnudaginn 11. maí frá 12:30 – 16:30. Tilefnið er ærið enda Barnamenningarhátíð í Kópavogi í fullum gangi og Kópavogur fagnar sjötugsafmæli sínu á þessum fallega vordegi.
Staðsetning er útisvæðið við menningarhúsin í Kópavogi, Bókasafn og Náttúrufræðistofa Kópavogs, Gerðarsafn og Salinn þar sem fram fer glæsileg dagskrá með listsmiðjum, tónleikum, sögustundum og leikhúsi svo eitthvað sé nefnt.
12:30 – 16:30
Viltu vera memmm?
Stultur og sápukúlur, vatnssull og vesen með Memmm Play
16:15 – 16:35
Hin rómaða Skólahljómsveit Kópavogs flytur fjöruga og kraftmikla stuðtónlist í tilefni dagsins. Stjórnandi er Össur Geirsson.
Ókeypis er á viðburði í menningarhúsunum í Kópavogi í tilefni dagsins. Sjáumst í sumarlegu hátíðarskapi.
Dagskrá Barnamenningarhátíðar á afmælisdegi Kópavogsbæjar er annars sem hér segir:
– Bókasafn og Náttúrufræðistofa
kl. 12 – 13
Börn fyrir börn
Börn úr 7. bekk Lindaskóla bjóða upp á sögustund fyrir börn á leikskólaaldri. Viðburðurinn fer fram inni í barnadeild Bókasafnsins.
13 – 13:40
Sungið fyrir dýrin
Fjölskyldutónleikar með Ragnheiði Gröndal, Guðmundi Péturssyni og Birgi Steini Theódórssyni. Tónleikarnir fara fram á jarðhæð Bókasafns og Náttúrufræðistofu.
14 – 16
Náttúra og skynjun
Náttúran verður uppspretta að nýrri sköpun og listaverkum. Smiðjan á sér stað inni í rými
náttúrufræðistofu og inni í tilraunastofu.
16 – 16:30
Rauðhetta með Silly Suzy og Söllu Möllu.
Sígilt ævintýri í trúðslegum og bráðskemmtilegum búningi þar sem áhorfendur fá að leika
lykilhlutverk. Sýningin fer fram á jarðhæð Bókasafns og Náttúrufræðistofu.
– Gerðarsafn
12 – 14
Dúskar, fjaðrir, slaufur og strá!
Sköpum fallegar kórónur saman í skemmtilegri smiðju með Sigrúnu Úu. Smiðjan hentar öllum aldri og
öll eru velkomin! Efniviður á staðnum.
14 – 17
Dj. Sunna Ben þeytir skífum fyrir krakka á öllum aldri.
15 – 17
Heimur fyrir litla hetju
Hvert barn fær lítinn pappakassa og býr til lítið hús, eða felustað fyrir ímyndaða útgáfu af sjálfu sér —
hvort sem það er ofurhetja, riddari, dýr eða eitthvað allt annað! Dýrfinna Benita Basalan og Sadie
Cook leiða smiðjuna.
– Salurinn
Glimmersturta og alls konar afmælislög.
14 – 15
Aldrei látum fjörið falla
Skólakórar Kársnesskóla flytja tónlist úr öllum áttum. Álfheiður Björgvinsdóttir og Þóra Marteinsdóttir stjórna.
15 – 15:25
Marimbusveit Smáraskóla heldur uppi fjörinu í forsal Salarins.
15:30 – 16:10
Glimmersturta og afmælislög
Kórar Smáraskóla, Hörðuvallaskóla og Kársnesskóla. Kynnir er Ingibjög Fríða Helgadóttir.
16:40 – 17:20
Sveitageit og sumarsöngvar
Skólakór Hörðuvallaskóla. Ása Valgerður Sigurðardóttir stjórnar.