Fjölskyldustundir

Boðið er upp á fjölskyldustundir alla laugardaga í Menningarhúsunum í Kópavogi. Notaleg og skapandi samverustund fyrir alla fjölskylduna. Um er að ræða listsmiðjur, upplestra, tónleika og fleira fyrir börn og unglinga. Viðburðirnir hefjast upp úr hádegi á laugardögum. Þeir fara ýmist fram í Gerðarsafni, Bókasafni Kópavogs, Náttúrufræðistofu Kópavogs eða í Salnum og er aðgangur gestum að kostnaðarlausu.