Veitingastaðurinn Krónikan er á neðri hæð safnsins og er hægt að ganga beint inn á staðinn á neðri hæðinni.
Staðurinn opnaði í lok sumars 2023 og eru það systkinin Sigrún Skaftadóttir og Bragi Skaftason sem eru eigendur Krónikunar. Þau hafa bæði mikla reynslu úr veitingageiranum.
Krónikan er opin 11:30 – 18:00 alla daga. Í boði á Krónikunni er ýmsar tegundir af smurbrauði, vín, kaffi og fleira.