Opið í dag

12:00-18:00

Í leit að Gerði

Getur verið að þú eigir verk eftir Gerði Helgadóttur?

Listaverk er að finna á óvæntustu stöðum og stundum þarf aðstoð við að finna þau. Gerður Helgadóttir var afkastamikil og margslungin listakona, sem lagði allt undir þegar kom að listinni. Í safneign Gerðarsafns má finna rúmlega 1400 listaverk úr afar fjölbreyttum stíl og efnivið á árunum 1945-1975- skúlptúra úr járni, gifsi og brons; steinda glugga, mósaíkverk, portréttmyndir og skissur.

Nú á þrítugasta afmælisári Gerðarsafns erum við að kortleggja verk Gerðar og biðlum við í Gerðarsafni til almennings að hafa augun opin í kringum ykkur, í Góða hirðinum, spyrja ömmu út í víraverkið í borðstofunni og skrolla faglega á Facebook.

Ef þú veist um verk eftir Gerði Helgadóttur mátt þú endilega taka mynd og sendu okkur línu á gerdarsafn@kopavogur.is.

Við hlökkum til að heyra frá þér!
Hér að neðan eru dæmi af verkum eftir Gerði frá mismunandi tímabilum til hliðsjónar.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner