Safnbúð

Safnbúðin er staðsett í anddyri Gerðarsafns og er opin alla daga vikunnar á opnunartíma safnsins. Safnbúðin býður upp á fjölbreytt úrval hönnunar- og gjafavöru. Allar vörur hafa verið vandlega valdar og eru þar ýmsar vörur sem ekki fást annars staðar.

Í Safnbúðinni er fjölbreytt úrval af hönnun frá íslenskum merkjum eins og Mót, ELEMENT, Ró, Morra, Usee Studio, Bybibi og Stúdíó Fléttu, auk ýmissa erlendra framleiðenda. Þar er einnig að finna fjölbreytt úrval tækifæriskorta, listaverkabækur frá Crymogeu og Angústúru og þurrkuð blóm frá Pastel blómastúdíó. Áhersla er lögð á umhverfisvænar vörur; húðvörur, eins og sápur og ilmkjarnaolíur, og vönduð, umhverfisvæn tréleikföng frá vottuðum framleiðendum. Safnbúðin er í samstarfi við netverslanir, t.a.m. lauuf.com sem selur vandaðar gjafavörur og mena.is sem er með heilnæmar náttúruvörur. Í safnbúðinni eru einnig til sýnis húsgögn og vörur frá Ró á Seyðisfirði.

Eftirprent af verkum Gerðar Helgadóttur, Valgerðar Briem, Barböru Árnason og Hilmu af Klint eru fáanleg í Safnbúð Gerðarsafns. 

Á instagram og facebook síðu safnbúðarinnar birtast reglulega nýjar vörur. 


Samklipp.jpg

Eftirprent-Gerður-A2-2020.JPG