Opið í dag

12:00-18:00

GerðarStundin

22.09.2020

Vorið 2020 voru birtir þrír þættir af Gerðarstundinni á vefsíðu Stundarinnar.  Menningarhúsin í Kópavogi stóðu fyrir viðburðaröðinni Kúltúr klukkan 13 í samstarfi við Stundina og sendu út rafræna viðburði á meðan samkomubanni stóð. Rafrænir viðburðir safnsins eru unnir í samstarfi við Menningarhúsin í Kópavogi og með tilstuðlan Öndvegisstyrks Safnasjóðs.

Myndlistarmennirnir Bergur Thomas Anderson, Logi Leó Gunnarsson og Una Margrét Árnadóttir leiða skapandi fjölskyldusmiðju í Stúdíói Gerðar. Þau koma með skemmtilegar hugmyndir sem börn og fullorðnir geta búið til úr einföldum og aðgengilegum efnivið heima hjá sér.

Í fyrsta þætti er áhorfendum kennt að búa til skúlptúra úr skemmtilegum efnivið. 

Í öðrum þætti er áhorfendum kennt að búa til gluggamálningu úr maísmjöli, uppþvottalegi og matarlit, líkamsmálningu úr maísmjöli, hveiti, olíu og kremi og að lokum límteikningar úr lituðum pappír, lími og ýmsum kornvörum.

Í þriðja þætti er áhorfendum kennt að búa til mósaíkverk úr ýmsum matvælum og litrík hljóðfæri úr ýmsum ílátum, blöðrum og teygjum.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner