Opið í dag

12:00-18:00

Menningardagskrá í haustfríinu í Kópavogi

19.10.2021

Fjölbreytt dagskrá verður á boðstólum fyrir börn og fjölskyldur þeirra í haustfríi grunnskóla Kópavogs,  22. – 26. október, í Menningarhúsunum í Kópavogi.  Vísindasmiðja Háskóla Íslands býður krökkum að kynnast undrum vísindanna á gangvirkan og lifandi hátt, skapandi listsmiðjur og sýningar verða í öllum húsum og ókeypis aðgangur á Gerðarsafn fyrir fullorðna í fylgd barna á meðan haustfríið stendur yfir.

Fjölskylduvænar sýningar

Á efri hæð Gerðarsafns stendur nú yfir sýningin Óræð lönd: Samtöl í sameiginlegum víddum en þessi sýning á list Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson hefur vakið verðskuldaða athygli og höfðar til ólíkra kynslóða. Á neðri hæð stendur yfir  fjölskyldusýningin Sjórinn er fullur af góðum verum. Sjórinn er fullur af rusli! en þar er hægt að stíga inn í undraheim Astrid Lindgren, Múmínálfanna og H. C. Andersen. Sýningunni er stýrt af börnum frá Norðurlöndunum, meðal annars fimm stúlkum úr Kópavogi.  

Hönnunarteymið ÞYKJÓ hefur skapað fjölskylduvænar innsetningar í bæði Gerðarsafni og Bókasafni Kópavogs sem hægt er að njóta og í Náttúrufræðistofu Kópavogs stendur yfir hin metnaðarfulla grunnsýning Heimkynni þar sem fræðast má um undur íslenskrar náttúru. Bláu kubbarnir í Gerðarsafni eru á sínum stað þar sem hægt er að skapa og skemmta sér og opið á Reykjavík Roasters þar sem hægt er að fá ljúffengar krásir.

Laugardagur 23. október 

Kl. 12    
Hádegisstund með Astrid Lindgren í fylgd Bergrúnar Írisar Sævarsdóttur og barna úr Stóru upplestrarkeppninni í Kópavogi. Gerðarsafn.

Kl. 13 og 14
Tíst tístSkáldið Ewa Marcinek og leikhúsfrömuðurinn Nanna Gunnars leiða fjölskyldur í gegnum þrjátíu mínútna gagnvirka sögustund sem er ætluð 5-12 ára börnum. Fjölskylduvænn fjöltyngisviðburður á íslensku, pólsku, ensku og fuglamáli. Söguþráðurinn hverfist um þann fjölda farfugla sem gera Ísland að heimili sínu hluta ársins. Náttúrufræðistofa Kópavogs

Mánudagur 25. október á Bókasafni Kópavogs

13:00-15:00
Vísindasmiðja Háskóla Íslands býður forvitnum krökkum að kynnast undrum vísindanna með gagnvirkum og lifandi hætti. Ýmis forvitnileg tæki og tól verða á staðnum og hægt verður að taka þátt í skemmtilegri smiðju sem gefur gestum kost á að uppgötva og fræðast með virkri þátttöku.

13:00-15:00
Á Lindasafni verður perlusmiðja og lita- og teiknistöð fyrir skapandi krakka.

Þriðjudagur 26. október á Bókasafni Kópavogs

11:00-12:30Bíósýning á 1. hæð aðalsafns. Ævintýralegur flótti (Tangled) verður sýnd á stóra tjaldinu í fjölnotasalnum fyrir bíóþyrsta gesti.

13:00-15:00Perlusmiðja í fjölnotasal á 1. hæð aðalsafns þar sem ofurhetjur og fleira spennandi verður til.

13:00-15:00
Á Lindasafni verður perlusmiðja og lita- og teiknistöð fyrir skapandi krakka.

Dagskrá Bókasafns Kópavogs í haustfríi 2021

Dagskrá Gerðarsafns í haustfríi 2021

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner