Opið í dag

12:00-18:00

Myndlist og náttúra III

04.02.2025

Gerðarsafn og Náttúrufræðistofa Kópavogs hlutu öndvegisstyrk frá Safnaráði til að vinna verkefnið Myndlist og náttúra. Í vor vinna söfnin að þriðja fasa verkefnisins með öðrum bekk í grunnskólum Kópavogs undir heitinu Lífið neðansjávar.

Börnin kynnast undraheiminum sem leynist neðansjávar og eiginleikum hafsins. Þau heimsækja Náttúrufræðistofu Kópavogs, skoða frumur í smásjám, smakka sjóinn, skoða dýr í sjónum og koma við skeljar og þörunga. Síðan leiðir myndlistarmaður listsmiðju með börnunum í Gerðarsafni þar sem þurrkaðir þörungar koma við sögu í listsköpun og þau skapa myndir með þörungum og vatnslitum.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner