Opið í dag

12:00-18:00

Sigurlaug Jónasdóttir

Kofatekja II

Efni Safneign
Stærð  60 x 50 cm

Verkið Kofatekja II eftir Sigurlaugu Jónasdóttur (1913-2003) er litríkt og iðar af lífi. Mikið af lunda er að sjá á eyjunni í verkinu og einnig fólk við veiðar á lundanum. Neðarlega í verkinu liggja lundar sem búið er að drepa. Jafnframt má sjá ýmis áhöld sem nokkrir mannanna eru með sér til handagagns og eru þeir í allskonar líkamsstöðum, eins og t.d. maðurinn sem liggur flatur á maganum hjá bátnum, einbeittur að reyna ná lundanum. Sigurlaug málar grasið á myndinni á einstaklega nákvæman hátt og mikil hreyfing er í græna litnum. Mikið af verkum Sigurlaugar sýna frá störfum þar sem fólk vinnur með höndunum, oft erfiðisvinnu.

Það skín ákveðin barnsleg einlægni í gegn í verkum hennar. Fjallað var um Sigurlaugu í bókinni Einfarar í íslenskri myndlist og sömuleiðis á sýningu í Hafnarborg þar sem sýnd voru verk hennar og annarra „einfara“. Sigurlaug fæddist í Öxney á Breiðafirði. Hún starfaði sem hússtjórnarkennari eftir að hafa lært hússtjórnarfræði í Noregi. Hún lærði í Myndlistarskóla Reykjavíkur og var Hringur Jóhannesson kennari hennar. Verkið “Kofatekja II” eftir Sigurlaugu var líklegast keypt í safneignina í kringum árið 1985.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner