Opið í dag

12:00-18:00

Gerður Helgadóttir

Festing

Efni Safneign
Stærð  49 x 60 x 60

Skúlptúrinn „Festing” er einn af mörgum járnskúlptúrum sem Gerður skapaði á ferli sínum. Verkið er 49 x 60 x 60 cm að stærð og er gert úr járni, gleri og vír. Það er líkt og pláneta sem er á sporbaug sem er úr járnstöngum sem hafa verið soðnar saman. Fyrir innan sporbauginn má sjá hvernig Gerður hefur fest glersteina með járnvír. Verkið hefur yfirvegaða orku en á sama tíma getur það birst áhorfendanum sem flókið.

Í járnverkum Gerðar er líkt og formin hvelfist um rýmið inn í skúlptúrnum, þar sem tómarúmið er umhverfis verkið. Járnverk Gerðar má sjá á grunnsýningu á verkum hennar á neðri hæð safnsins.

Gerður leit fyrst og fremst á sig sem myndhöggvara. Eftir nám í Handíðaskólanum fór hún í nám í Flórens og París og hlaut þar menntun í klassískri höggmyndagerð og nútíma höggmyndalist. Í París bjó Gerður stærstan hluta starfsævi sinnar og töldu franskir listgagnrýnendur hana vera meðal áhugaverðustu myndhöggvara í borginni á þeim tíma. Gerður var mjög sjálfstæð kona og frumkvöðull í glerlist hér á landi.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner