Opið í dag

12:00-18:00

Valgerður Briem

Formteikning

1968
Efni Safneign
Stærð  21,5 x 17 cm

„Mér verður líf úr því sem hendur mína skapa” sagði Valgerður Briem í viðtali við lesdagbók Morgunblaðsins.

Listakonan og myndlistarkennarinn Valgerður Briem (1914-2002) nam myndlist í Svíþjóð á árunum 1945-1947. Hún kenndi við myndlista- og handíðaskólann og Austurbæjarskóla og notaðist við fjölbreyttar aðferðir í kennslunni. Ef að nemandinn sýndi áhugaleysi þá vakti Valgerður áhugann, henni var ekki sama um árangur nemanda sagði Valgerður Bergsdóttir í dagblaðsviðtali.

Ásamt því að kenna sinnti Valgerður list sinni að kappi og skapaði hún m.a. ótal teikningar og vatnslitamyndir. Verk Valgerðar Briem gefa til kynna að um var að ræða einstaklega hæfileika og hugmyndaríka listakonu. Verk hennar urðu aldrei mjög þekkt meðal almennings. Fyrrverandi nemendur Valgerðar m.a. listamaðurinn Erró vilja meina að mikill frumleiki og metnaður hafi einkennt kennsluna og skólastofuna hjá Valgerði Briem.

Formteikningin frá 1968 er 21,5 x 17 cm að stærð og eru þetta útklippt form úr pappír. Hægt er að túlka verkið eins og um svan sé að ræða.

Í Gerðarsafni eru um 1640 margvíslegar teikningar eftir Valgerði Briem sem safninu hlotnaðist frá fjölskyldu Valgerðar. Þess má geta að hægt er að skoða nokkur verk eftir Valgerði Briem í fræðslurými safnsins. Einnig er hægt að versla eftirprentanir af heimilisteikningum og blómateikningum Valgerðar í safnbúð Gerðarsafns.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner