Þuríður Rúrí Fannberg betur þekkt sem Rúrí fæddist árið 1951 í Reykjavík. Árin 1971-74 lærði hún í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og síðar járnsmíði í Iðnskólanum. Frá 1976-78 lærði hún í De Vrije Academie Psychopolis í Hollandi. Rúrí var fulltrúi Feneyjartvíæringsins árið 2003 með verki sínu Archive-Endangered Waters sem er í grunninn 52 ljósmyndir af fossum. Verkið er óður til náttúrunnar og eru verkin Fossar í beinu framhaldi af því. Verkið á tvíæringnum vakti afar mikla athygli alþjóðlega. Listakonan vinnur með margvíslega tækni eins og innsetningar, ljósmyndun, gjörningalist, myndbönd og blandaða tækni svo eitthvað sé nefnt.
Þetta eru gegnsæar ljósmyndir í plexigler ramma. Verkin voru sýnd á sýningunni Tærleikar á Gerðarsafni árið 2006 ásamt tveimur öðrum listamönnum.
“Fossar eru afskaplega hrífandi. Þeir eru svo magnaðir. Þeir soga fólk með sér. Í stórum fossi er svo gríðarlega mikill máttur að hinn persónulegi máttur einstaklingsins verður voðalega lítill. Það er óskaplega auðvelt að dragast að þessum stóra mætti.” Þekktustu verk Rúrí eru t.d. Glerregn, Regnboginn við Keflavíkurflugvöll og Fyssa í Grasagarðinum í Laugardalnum. Rúrí er einn af okkar ástsælustu listamönnum og hefur listsköpun hennar öðlast virðingarverðan sess í íslenskri listasögu.