Opið í dag

12:00-18:00

Louisa Matthíasdóttir

Íslenskt þorp (Eskifjörður)

Efni Safneign
Stærð  114 x 134 cm

Louisa Matthíasdóttir fæddist árið 1917 og dó árið 2000. Hún var afar sterkur karakter í íslenskri listasögu og hefur nafni hennar verið haldið á lofti síðan. Louisa lærði í Kaupmannahöfn, París og New York. Hún bjó lengst af í Bandaríkjunum og þróaði hún sinn sérstaka stíl með árunum. „Mér þykir gott að mála í Ameríku. Loftið er tært í Ameríku eins og á Íslandi. En landslagið heima skil ég bezt” sagði Louisa í viðtali við Matthías Johannessen frænda sinn.

Hún hélt sína fyrstu einkasýningu á Íslandi árið 1987 sem gekk vonum framar og segir í umfjöllun í Morgunblaðinu árið 1998 að verkin hefðu nánast verið rifin út. Listakonan málaði mikið til myndir af landslagi og kyrralífi. Louisa málaði verkið „Íslenskt þorp (Eskifjörður)” með olíu á striga og er það 114 x 134 cm að stærð. Mikil hlédrægni og skýrleiki er yfir verkinu og fallegir sterkir litir fá að njóta sín. Persónuleiki hennar var einnig mjög hlédrægur og var hún afar fámál kona.

Mörg verk Louisu eiga það sameiginlegt að hafa einstakan tærleika og mikla ró yfir sér.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner