Verkið Klettar eftir Magnús Á. Árnason (1894-1980) er málað á masónít og er 60 x 80 cm að stærð. Í verkinu njóta sín sterkir og bjartir litir. Sjá má stóra kletta sem líkjast stuðlabergi á ákveðinn hátt og magnaða græna náttúru fyrir neðan klettana.
Magnús var mikill náttúruunnandi og málaði mörg verk af landslagi. Listamaðurinn dvaldi í Bandaríkjunum í rúm 12 ár og stundaði meðal annars nám þar. Í upphafi listferils ætlaði Magnús sér að verða portrett málari en byrjaði síðan að mála landslagsmyndir með vatnslitum þegar systur dóttir hans lést, en hún hafði verið hans helsta fyrirsæta.
Árið 1936 kynntist Magnús myndlistarkonunni Barböru Moray Williams og giftu þau sig. Stór hluti verka þeirra hjóna voru gefin Gerðarsafni af minningarsjóði Barböru og Magnúsar. Magnús var einn af stofnendum Félags íslenskra myndlistarmanna.