Opið í dag

12:00-18:00

Valtýr Pétursson

Kompósisjón

1954
Efni Safneign
Stærð  39 x 31 cm

Verkið Kompósisjón kom inn í safneign Gerðarsafns árið 2001. Um er að ræða verk málað með gvasslitum á pappír og er verkið 39 x 31 cm að stærð.

Listamaðurinn Valtýr Pétursson (1919-1988) var óhræddur við fjölbreytni í litavali og notaði hann gjarnan andstæða liti og jarðliti á móti svörtum og hvítum. Það má segja að Valtýr Pétursson sé þekktastur fyrir abstrakt verk sín en hann málaði fígúratíft samhliða abstraktinu. Mikið af geómetrísku myndunum sem Valtýr málaði í byrjun sjötta áratugarins sóttu margar innblástur í form á skipum. Siglingar, skip og bátar höfðu óneitanlega mikil áhrif á listsköpun Valtýs, í fígúratífum og abstrakt verkum.

Hann var virkilega afkastamikill málari og einn af brautryðjendum abstrakt málverksins á Íslandi. Eftir hann liggja um 2.400 verk, teikningar, olíumálverk, dúkristur, vatnslitaverk, mósaík og gvassverk. Valtýr var mikill heimsborgari og stundaði nám meðal annars í Boston, Flórens og París. Hann var einn af stofnendum og þátttakendum hinna rótæku Septembersýninga og sýndi Valtýr strangflatarverk sín á Septembersýningunni árið 1951. Frá árinu 1952 tók Valtýr við starfi sem gagnrýnandi hjá Morgunblaðinu og sinnti hann því samviskusamlega og skrifaði hann um 900 greinar.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner