Opið í dag

12:00-18:00

Barbara Árnason

Konur við snyrtingu

1956
Efni Safneign
Stærð  170 x 220 cm

Konur við snyrtingu er verk sem gert er með útskurðarsaumi úr ull og er það 170 x 220 cm. Í verkinu eru kvenlíkamar að þvo hárið á sér og öðrum með einhvers konar könnum. Verkið er á ákveðin hátt fígúratívt og abstrakt á sama tíma þar sem líkamarnir eru ekki með andlit og líkamshlutföllin eru óvenjuleg.

Listsköpun Barböru var líkt og fagurt ævintýri, allt frá því að myndskreyta bækur, gera veggskreytingar og vinna með tréstungu og vatnsliti svo eitthvað sé nefnt. Stíll hennar var afar frumlegur og þroskaðist með árunum og vakti hann mikla eftirtekt. Það má segja að þær myndir sem urðu vinsælastar meðal almennings voru barnamyndir hennar og einkennast þær af mikilli næmni og tilfinningum.

Barbara var mikill brautryðjandi í þrykklist hér á landi og má segja að hún hafi átt stóran þátt í að leggja grunn að íslenskri svartlist. Hún fór ávallt sínar eigin leiðir og aðhylltist ekki ákveðna listastefnu. Á sumrin fór Barbara í ferðalög um landið í leit að innblæstri fyrir myndefni. Barbara var Kópavogsbúi og er óhætt er að segja að það er Gerðarsafni mikils virði að eiga jafn stóran hluta af verkum Barböru og raun ber vitni.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner