Opið í dag

12:00-18:00

Magnús Á. Árnason

Landslag

Efni Safneign
Stærð  60 x 80 cm

Listamaðurinn Magnús Á. Árnason (1894 -1980) var margt til lista lagt, hann var myndlistarmaður, tónskáld og rithöfundur. Magnús var mikill náttúruunnandi og málaði hann mikið af landslagsverkum. Klettar eru mjög einkennandi fyrir landslagsverk Magnúsar. Verkið kom inn í safneign árið 1983 og er málað á masónít. Magnús fór til Kaupmannahafnar í nám árið 1912 og hófst listferill hans þá. Hann ætlaði sér að verða portrett málari í upphafi listferils síns, en byrjaði síðan að mála landslagsmyndir með vatnslitum þegar systurdóttir hans dó, en hún hafði verið hans helsta fyrirsæta. Magnús dvaldi í Bandaríkjunum í rúm 12 ár og stundaði meðal annars nám þar. Hann giftist listakonunni Barböru Moray Williams Árnason og hlotnaðist Gerðarsafni sá heiður að eignast mikið af verkum eftir þau hjónin.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner