Opið í dag

12:00-18:00

Húbert Nói

Málverk af málverki V

1995
Efni Safneign
Stærð  50 x 77 cm

Þegar horft er á verk Húberts skín í gegn áhugi hans á náttúrunni og er djúpi blái liturinn einkennandi fyrir mikið af verkum hans. Húbert lærði líffræði og jarðfræði við Háskóla Íslands og síðan myndlist í Myndlistarskóla Reykjavíkur og einnig Myndlista og handíðaskóla Íslands. Hann þurfti að velja á milli náttúruvísindanna og myndlistarinnar en hann nýtir þekkingu sína í listsköpun sinni að því leyti að hann notar gjarnan mælingar og GPS punkta í skissum sínum á afar áhugaverðan hátt. Verk hans eru áhrifamikil og ríkir mikil kyrrð yfir þeim.

Verkið Málverk af málverki V eftir Húbert Nóa (1961) var sýnt á sýningunni Wollemifura árið 1995 í Gerðarsafni sem var samsýning níu íslenskra listamanna og var verkið keypt inn í safneign Gerðarsafns í kjölfarið. Listamaðurinn hefur tekið þátt í ótal einkasýninga og samsýninga hér á landi.

Húbert sagði í viðtali í blaðinu Ský árið 2006 “Ég er mælitæki og er að mæla kyrrstöðu og hreyfingu í þessum verkum. Það er mikil kyrrð í myndunum en hreyfingin felst í því að í huganum fer ég til baka og reyni að muna hvar innra með mér ég geymi þetta fyrirbæri.”

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner