Opið í dag

12:00-18:00

Gerður Helgadóttir

Stúlka

1947
Efni Safneign
Stærð  53,8 x 29,5 x 37

Í tilefni þess að opnuð hefur verið sýning á verkum Gerðar Helgadóttur í báðum sölum á efri hæð Gerðarsafns verður fjallað stuttlega um verkið Stúlka eftir Gerði sem má sjá á sýningunni.

Gerður vann með grágrýti við gerð verksins í Laugarnesfjöru þegar hún var mjög ung. Hún var undir handleiðslu Sigurjóns Ólafssonar og leiðbeindi hann Gerði um notkun áhalda til steinhöggs og fleira. Gerður kynntist fyrst höggmyndalist þegar hún var 18 ára gömul og fór hún strax að móta sjálf í leir og höggva í grágrýti. Þegar Gerður var við nám í Handíðaskólanum komst hún að því að hún hafði mun meiri tilfinningu fyrir formi en litum.

Verkið Stúlka er frá árinu 1947 og kom það inn í safneignina árið 1977. Verkið er 53,8 x 29,5 x 37 cm að stærð. Verkið er afar sterkt og tignarlegt og gefur til kynna þá miklu hæfileika sem Gerður bjó yfir.Gerður leit fyrst og fremst á sig sem myndhöggvara. Eftir nám í Handíðaskólanum fór hún í nám í Flórens og hlaut þar menntun í klassískri höggmyndagerð og síðar til Parísar og lærði þar nútíma höggmyndalist.

Gerður Helgadóttir lést langt fyrir aldur fram og því var listrænn ferill Gerðar fremur stuttur, eða um 30 ár. Þrátt fyrir stuttan feril skyldi hún eftir sig gífurlegan fjölda listaverka.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner