Tómarúmið inn í verkinu öðlast jafn mikla merkingu og formið, sem er það sem einkennir gjarnan járnverk Gerðar. Skúlptúrarnir voru merkilegt framlag til strangflatarlistar og var Gerður fyrst á Íslandi til að halda sýningu með nánast eingöngu verkum úr járni og stálþráðum. Verkið Svif er 60 x 51 x 40 cm að stærð.
Gerður málaði svo járnverk sín svört á litinn.Gerður var afar ung þegar hún fór að logsjóða járn sjálf og mennta sig í hvernig vinna ætti með járn. Með járninu náði Gerður fram fíngerðum formum og hægt að teygja járnið og sveigja.
Gerður Helgadóttir fæddist árið 1928 og lést 1975 og því var listrænn ferill Gerðar fremur stuttur, eða um 30 ár. Hún var búsett í París mestallan starfsferil. Eins og margir vita vann Gerður með ýmis efni í listsköpun sinni og er óhætt er að segja að sköpunarkraftur og afburða listrænir hæfileikar hafi verið hennar náðargáfa. Árið 1974 var Gerður sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Þrátt fyrir stuttan feril skildi hún eftir sig gífurlegan fjölda listaverka sem erfingjar Gerðar færðu Kópavogsbæ eftir andlát hennar og opnaði Gerðarsafn-Listasafn Kópavogs árið 1994 til heiðurs listakonunnar og á safnið einmitt 30 ára afmæli á árinu.