Opið í dag

12:00-18:00

Gerður Helgadóttir

Teikning

Efni Safneign
Stærð  40 x 28 cm

Gerður Helgadóttir (1928 – 1975) gerði ófáar teikningar og skissur á ferlinum. Á sýningum sýndi hún gjarnan teikningar með skúlptúrum sínum svo að til yrði hliðstæð heild. Teikningin er 40 x 28 cm að stærð og notaðist Gerður við blek og túss á pappír í þessu verki.

Gerður afkastaði miklu á stuttri starfsævi. Sjálf leit hún fyrst og fremst á sig sem myndhöggvara. Eftir nám í Handíðaskólanum fór Gerður til náms í Flórens og París og hlaut þar menntun í klassískri höggmyndagerð og nútíma höggmyndalist. Í París bjó Gerður stærstan hluta starfsævi sinnar og töldu franskir listgagnrýnendur hana vera meðal áhugaverðustu myndhöggvara í borginni á þeim tíma. Gerður var mjög sjálfstæð kona og frumkvöðull í glerlist hér á landi. Erfingjar Gerðar Helgadóttur (1928–1975) færðu Kópavogsbæ árið 1977 um 1400 listaverk úr dánarbúi listakonunnar en hún lést árið 1975 aðeins 47 ára að aldri. Skilyrði fyrir gjöfinni var að Kópavogsbær skyldi byggja listasafn, sem tengdist nafni Gerðar, geymdi og sýndi verk hennar og héldi að öðru leyti minningu hennar á lofti.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner