Jeremy Deller

Einkasýning Jeremy Deller opnar í Gerðarsafni í maí 2026. Jeremy Deller (f. 1966, London) er einn þekktasti samtímalistamaður Bretlands. Hann hlaut hin virtu Turner-verðlaun árið 2004 og var fulltrúi Bretlands á Feneyjatvíæringnum árið 2013. Verk hans hafa verið sýnd víða um heim, meðal annars í Buenos Aires, Hong Kong, Mexíkóborg, New York, Kaupmannahöfn, Singapúr og […]
Jasa Baka | Gjörningafyrirlestur | Performance lecture

Jasa Baka býður gestum á gjörningafyrirlestur, sögustund með hugleiðsluívafi; búa til uppskrift að álögum fyrir þarfir okkar sem samfélags, heimsækja fornar gyðjusagnir og táknfræði guðdómlegs femínisma til að endurhugsa, finna jafnvægi, nærast og hvílast.Viðburðurinn fer fram inni í sýningunni Skúlptúr skúlptúr performans og verður á ensku. Jasa er ein af listafólki sýningarinnar sem stendur til […]
Unnar Örn | Tíðarandi – Kringumstæður

Unnar Örn Jónasson Auðarson myndlistarmaður býður gestum að fara með sér í ferðalag til ársins 1999, þar sem skil aldamótanna eru skoðuð í samhengi við samtímann. Tækifæri gefst til að líta til baka og skoða hugmyndafræðilegilega strauma og stefnur þessa tíma – sem og aðstæður, tækifæri og veruleika listamanna. Þetta endurlit er skoðað í samhengi […]
Rave reif performans

Gjörningar, dj-sett og lokahóf! ☆ Safnið verður í bleikum rave-búningi þann 24. janúar! ☆ Verið velkomin á gjörningakvöld og danspartý á lokahófi Skúlptúr Skúlptúr Performans í Gerðarsafni.Listamenn sýningarinnar Skúlptúr skúlptúr performans fremja gjörninga.Síðan færum við okkur á neðri hæðina þar sem verður dansað við plötusnúning á glóandi bleiku dansgólfi. Komdu eins og þú vilt vera.Opnaðu […]
Baby Rave með DJ Ívari Pétri

Baby Rave er fjölskyldustund fyrir börn á öllum aldri til þess að dansa og hreyfa sig eins og þau listir. Listamaðurinn og plötusnúðurinn Ívar Pétur (FM Belfast) fer með gesti í ferðalag um allan heiminn og jafnvel út í geim með tónlistinni einni saman og fagna fjölbreytileika og fegurð listar og menningar frá sem flestum […]
HÖRÐUR

Hörður Ágústsson (1922-2005) nálgaðist myndlist, hönnun, rannsóknir og kennslu af heildrænni hugsun. Hugsun sem var fjarri því að vera einföld eða línuleg heldur bar með sér löngun til að má út skil á milli ólíkra listgreina til að finna sameiginlegan og margslunginn kjarna sjónmenningar. Hörður þróaði nálgun sína út frá innblæstri sem hann sótti úr […]
Leiðsögn með Agnesi Ársælsdóttur

Verið öll hjartanlega velkomin á leiðsögn um sýninguna Skúlptúr skúlptúr performans með Agnesi Ársælsdóttur miðvikudaginn 10. desember kl. 12.15 í Gerðarsafni. Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri sem leggur áherslu á gjörninga og aðra lifandi miðla. Hún útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2018 og MA gráðu í Sýningargerð, miðlun og sýningarstjórnun frá […]
Gerðarverðlaunin 2025

Verið hjartanlega velkomin á afhendingu Gerðarverðlaunanna, miðvikudaginn 10. desember kl. 18:00 í Gerðarsafni. Gerðarverðlaunin eru til heiðurs Gerði Helgadóttur myndhöggvara og eru veitt listamanni fyrir ríkulegt framlag til höggmynda- og rýmislistar á Íslandi. Gerðarverðlaunin eru nú veitt í sjötta sinn en fyrri handhafar þeirra eru Rósa Gísladóttir, Þór Vigfússon, Finnbogi Pétursson, Ragna Róbertsdóttir og Helgi […]
Aðventufögnuður í Safnbúð Gerðarsafns

Safnbúð Gerðarsafns slær upp veislu í aðdraganda jóla með nýjum vörum á sérstöku jólaverði í tilefni kvöldsins, fimmtudaginn 27. nóvember 2025 milli 18:00-20:00. Frítt inn á sýningar safnsins í tilefni kvöldsins. Við kynnum ný eftirprent til sölu með verkum eftir Barböru Árnason og fallegt dagatal fyrir 2026 prýtt teikningum eftir Gerði Helgadóttur úr safneigninni. Allar […]
The Post Performance Blues Band | Bíó og tónlistargjörningur

The Post Performance Blues Band | Sýning á myndinni Band og tónlistargjörningur EITT ÁR TIL AÐ MEIKAÐA EÐA… Meðlimir The Post Performance Blues Band, Álfrún, Hrefna og Saga, kanna möguleikana sem felast í ósigrum lífsins í þessari sprenghlægilegu tónlistar-heimildar mynd sem fór sigurför um heiminn. Gerðarsafn sýnir heimildarmyndina Band (2022) eftir Álfrúnu Örnólfsdóttur fimmtudaginn 27. […]
Morgunstund í myndlæsi

Verið hjartanlega velkomin á Morgunstund í myndlæsi fyrir fullorðna föstudaginn 5. desember kl. 10:00 í Gerðarsafni, þar sem við tökum fram óvænt verk úr safneign Gerðarsafns og greinum það í sameiningu. Þorgerður Þórhallsdóttir, verkefnastjóri fræðslu og viðburða í Gerðarsafni, leiðir samræðurnar, sem gestir taka þátt í. Morgunstund í myndlæsi er ný viðburðaröð í Gerðarsafni þar […]
Leiðsögn með Jo | Skúlptúr skúlptúr performans

Verið öll hjartanlega velkomin á leiðsögn um sýninguna Skúlptúr skúlptúr performans með sýningarstjóra sýningarinnar, Jo Pawłowska sunnudaginn 23. nóvember kl. 14:00 í Gerðarsafni. Athugið að leiðsögnin fer fram á ensku. Jo Pawłowska (f. 1990) er listakvár og sýningarstjóri búsett á Íslandi. Hán vinnur með ljósmyndun, vídeóverk og innsetningar, með áherslu á samspil líkama og verka. […]