Opið í dag

12:00-18:00

Hljóðvefur um Hörð á Safnanótt | Kristófer Rodriguez Svönuson og Daníel Helgason

Tónlistarmennirnir Kristófer Rodriguez Svönuson og Daníel Helgason skapa hljóðheim við sýninguna Hörður föstudaginn 6. febrúar kl. 21:00 í Gerðarsafni á Safnanótt. Inn í hljóðheiminn renna slagverkstónar og rafhljóð, dulúðug og kraftmikil, dansandi og svífandi, leitandi og frjáls en innblásturinn er sóttur í myndlist Harðar Ágústssonar. Gestum er frjálst að ganga um sýninguna á meðan viðburðurinn […]

Leiðsögn á Safnanótt | Hörður

Verið hjartanlega velkomin á leiðsögn sýningarstjóranna Brynju Sveinsdóttur og Studio Studio (Arnar Freyr Guðmundsson og Birna Geirfinnsdóttir) um sýninguna Hörð á Safnanótt föstudaginn 6. febrúar kl. 20:00 í Gerðarsafni. Aðgangur ókeypis og öll velkomin! Hörður Ágústsson (1922-2005) nálgaðist myndlist, hönnun, rannsóknir og kennslu af heildrænni hugsun. Hugsun sem var fjarri því að vera einföld eða […]

Krakkaleiðsögn á Safnanótt

Verið velkomin á krakkaleiðsögn föstudaginn 6. febrúar kl. 18:30 um sýninguna Hörður í Gerðarsafni. Komdu og skoðaðu einstök listaverk Harðar Ágústssonar í fylgd Agnesar Ársælsdóttur, verkefnastjóra fræðslu. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin!

Sýningarsalir lokaðir á efri hæð

Sýningarsalir á efri hæð eru tímabundið lokaðir vegna sýningaskipta. Verið er að setja upp sýninguna HÖRÐUR sem opnar 4.febrúar kl: 18:00. Hörður Ágústsson (1922-2005) nálgaðist myndlist, hönnun, rannsóknir og kennslu af heildrænni hugsun. Hugsun sem var fjarri því að vera einföld eða línuleg heldur bar með sér löngun til að má út skil á milli […]

Morgunstund í myndlæsi

Verið hjartanlega velkomin á Morgunstund í myndlæsi fyrir fullorðna föstudaginn 6. febrúar kl. 10:00 í Gerðarsafni, þar sem við tökum fram óvænt verk úr safneign Gerðarsafns og greinum það í sameiningu. Þorgerður Þórhallsdóttir, verkefnastjóri fræðslu og viðburða í Gerðarsafni, leiðir samræðurnar, sem gestir taka þátt í. Morgunstund í myndlæsi er ný viðburðaröð í Gerðarsafni þar […]

List og náttúra

List og náttúra er einföld smiðja þar sem leitast við að skapa úr náttúrulegum og sjálfbærum efniviði. Smiðjan verður haldin í Náttúrusafni Kópavogs 28. janúar, kl. 16-17:00. Smiðjan er liður af stærra verkefni sem unnið er í samstarfi Gerðarsafns og Náttúrusafn Kópavogs. Tilgangurinn er að skapa tíma og rými fyrir samverustundir fjölskyldunnar. Börnin vinna með […]

Opnun | HÖRÐUR

Verið hjartanlega velkomin á opnun sýningarinnar HÖRÐUR miðvikudaginn 4.febrúar kl. 18:00 í Gerðarsafni. Hörður Ágústsson (1922-2005) nálgaðist myndlist, hönnun, rannsóknir og kennslu af heildrænni hugsun. Hugsun sem var fjarri því að vera einföld eða línuleg heldur bar með sér löngun til að má út skil á milli ólíkra listgreina til að finna sameiginlegan og margslunginn […]

Jeremy Deller

Einkasýning Jeremy Deller opnar í Gerðarsafni í maí 2026. Jeremy Deller (f. 1966, London) er einn þekktasti samtímalistamaður Bretlands. Hann hlaut hin virtu Turner-verðlaun árið 2004 og var fulltrúi Bretlands á Feneyjatvíæringnum árið 2013. Verk hans hafa verið sýnd víða um heim, meðal annars í Buenos Aires, Hong Kong, Mexíkóborg, New York, Kaupmannahöfn, Singapúr og […]

Jasa Baka | Gjörningafyrirlestur | Performance lecture

Jasa Baka býður gestum á gjörningafyrirlestur, sögustund með hugleiðsluívafi; búa til uppskrift að álögum fyrir þarfir okkar sem samfélags, heimsækja fornar gyðjusagnir og táknfræði guðdómlegs femínisma til að endurhugsa, finna jafnvægi, nærast og hvílast.Viðburðurinn fer fram inni í sýningunni Skúlptúr skúlptúr performans og verður á ensku. Jasa er ein af listafólki sýningarinnar sem stendur til […]

Unnar Örn | Tíðarandi – Kringumstæður

Unnar Örn Jónasson Auðarson myndlistarmaður býður gestum að fara með sér í ferðalag til ársins 1999, þar sem skil aldamótanna eru skoðuð í samhengi við samtímann. Tækifæri gefst til að líta til baka og skoða hugmyndafræðilegilega strauma og stefnur þessa tíma – sem og aðstæður, tækifæri og veruleika listamanna. Þetta endurlit er skoðað í samhengi […]

Rave reif performans

Gjörningar, dj-sett og lokahóf! ☆ Safnið verður í bleikum rave-búningi þann 24. janúar! ☆ Verið velkomin á gjörningakvöld og danspartý á lokahófi Skúlptúr Skúlptúr Performans í Gerðarsafni.Listamenn sýningarinnar Skúlptúr skúlptúr performans fremja gjörninga.Síðan færum við okkur á neðri hæðina þar sem verður dansað við plötusnúning á glóandi bleiku dansgólfi. Komdu eins og þú vilt vera.Opnaðu […]