Together | Fjöltyngd smiðja | Gyotaku 魚拓

Í þessari vinnustofu er þátttakendum boðið að búa til sín eigin prent með alvöru fiski og nota kartöflustimpil til að gera myndina persónulega. Gyotaku er hefðbundin japönsk aðferð fyrir tegund af prentlist þar sem blek er borið á fisk og síðan þrýst á hrísgrjónapappír til að búa til mynd af honum. Gyotaku á rætur að […]
Björn Þorsteinsson | Hvað er líkami og hver er staða hans í heiminum?

Verið öll hjartanlega velkomin á erindi Björns Þorsteinssonar heimspekings miðvikudaginn 8. október í Gerðarsafni. Hvað er líkami og hver er staða hans í heiminum? Í erindinu verður hugað að þessari stóru spurningu í samræðu við heimspeki og list. Meðal þess sem snert verður á eru hugtök eins og skynjun, upplifun, sköpun, svörun og skynfinning – […]
Komdu í Kópavog

Við bjóðum öll velkomin á opið hús menningarhúsanna.Eva Ruza ásamt forstöðumönnum menningarhúsanna fer yfir dagskrá vetrarins og við fáum að sjá brot af því besta. Smiðjur, tónlist, happdrætti, ratleikur og veitingar í boði. Dagskrá: SALURINN1330-1430 Kynning á vetrardagskrá Menningarhúsanna með Evu Ruza1430 Bæjarlistamaðurinn Sigríður Beinteinsdóttir tekur lagið ÚTIkl 13 Skólahljómsveit KópavogsKl 13-15 MEMMM leikjasmiðjakl 15 […]
Leiðsögn sýningarstjóra og listamanna | Corpus

Verið öll velkomin á leiðsögn um sýninguna Corpus með Daríu Sól Andrews sýningarstjóra og listamannatvíeykisinu Klāvs Liepiņš & Renāte Feizaka sunnudaginn 21. september kl. 15:00 í Gerðarsafni. Klāvs Liepiņš (f.1991) og Renāte Feizaka (f.1987) eru listatvíeyki sem vinna saman bæði í Lettlandi og á Íslandi. Í listsköpun sinni rannsaka þau tengsl mannslíkamans við vistfræðileg kerfi […]
Guðrún Elsa Bragadóttir | „Fallegri þegar þú brosir“

Verið velkomin á erindi Guðrúnar Elsu Bragadóttur, „Fallegri þegar þú brosir“ sem fjallar m.a. um kvenleika, árásargirnir og húmor, miðvikudaginn 10. september kl. 12.15 í Gerðarsafni. Guðrún Elsa Bragadóttir er lektor í fræðigreinum kvikmyndalistar við kvikmyndalistadeild Listaháskóla Íslands. Guðrún Elsa er kvikmynda- og bókmenntafræðingur, fædd árið 1986. Hún hlaut meistaragráðu frá SUNY Buffalo árið 2016 […]
Ásrún Magnúsdóttir og Halla Þórlaug | DJ AMMA

Konur á eftirlaunaaldri þeyta skífum þann 4. september kl. 18:00 í Gerðarsafni. Þær spila sín uppáhaldslög og segja persónulegar sögur sem tengjast tónlistinni. Hvaða minningar kvikna þegar tónlistin ómar? Þessar konur hafa átt alls konar líf. Söguþráður kvöldsins samanstendur af viðburðum úr lífi þessarra kvenna. Ásrún Magnúsdóttir er danshöfundur og hefur unnið að ólíkum verkum […]
Benjamín Magnússon | Fyrirlestur

Benjamín Magnússon arkitekt segir frá ferli sínum og verkum í Kópavogsbæ fimmtudaginn 4. september klukkan 16:00 – 17:00 í Gerðarsafni. Benjamín hefur komið víða við á löngum ferli en mörg verka hans er að finna í Kópavogsbæ. Hann skipulagði meðal annars bæði miðbæ Kópavogs og Kópavogstún, teiknaði Félagsheimili Kópavogs, Gerðarsafn og fjölda íbúða og fjölbýla […]
Morgunstund í myndlæsi

Verið hjartanlega velkomin á Morgunstund í myndlæsi fyrir fullorðna föstudaginn 8. ágúst kl. 10:00 í Gerðarsafni, þar sem við þar sem við tökum fram óvænt verk úr safneign Gerðarsafns og greinum það í sameiningu. Þorgerður Þórhallsdóttir, verkefnastjóri fræðslu og viðburða í Gerðarsafni, leiðir samræðurnar, sem gestir taka þátt í. Morgunstund í myndlæsi er ný viðburðaröð […]
Jeannette Ehlers & Hertta Kiiski | Leiðsögn

Verið hjartanlega velkomin á leiðsögn og spjall með Jeannette Ehlers & Herttu Kiiski fimmtudaginn 21. ágúst kl. 17:00 í Gerðarsafni. Athugið að þetta er eina skiptið sem þær verða með spjall á sýningartímabilinu. Jeannette Ehlers (f. 1973) er listamaður frá Danmörku og Trinídad sem skapar margmiðlunarverk – vídeó, gjörninga og innsetningar – til að takast […]
Gjörningakvöld | Hamraborg Festival

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á stórkostlega kvöldstund fulla af gjörningum í Gerðarsafni, þar sem fjölbreyttur hópur hæfileikaríkra listamanna kemur saman til að fagna listinni á fjölbreyttan hátt! Listamenn sem koma fram eru Improv for Dance Enthusiasts, Óþekkt Tríó, Niko Płaczek, Styrmir Örn Guðmundsson og Atagata. Nánari upplýsingar um hvern gjörning verða birtar fljótlega. Gjörningakvöldið […]
Sýningarsalir tímabundið lokaðir á efri hæð

Sýningarsalir á efri hæð safnsins eru lokaðir tímabundið þar sem verið er að skipta um sýningar. Sýningin Corpus opnar á miðvikudaginn 20.ágúst kl: 18:00. Á Corpus má finna verk eftir Arvidu Byström, Herttu Kiiski, Jeanette Ehlers, Klāvs Liepiņš & Renāte Feizaka, Salad Hilowle og Sunnevu Ásu Weisshappel, sem vinna innan efnisleika, vefnaðar, skúlptúrs og ljósmyndunar. Hvert á […]
Listsmiðja fyrir börn og fjölskyldur

Verið hjartanlega velkomin að taka þátt í skemmtilegri listsmiðju með Berglindi Ernu Tryggvadóttur í Gerðarsafni sunnudaginn 10. ágúst frá kl. 13:00-15:00. Listsmiðjan er haldin í tengslum við sýningu Guðrúnar Bergsdóttur og er sunnudagurinn jafnframt síðasti sýningardagur þeirrar sýningar. Þátttaka er börnum að kostnaðarlausu og öll velkomin! Berglind Erna Tryggvadóttir (f. 1993) er myndlistarkona og rithöfundur. […]