Baby Rave með DJ Ívari Pétri

Baby Rave er fjölskyldustund fyrir börn á öllum aldri til þess að dansa og hreyfa sig eins og þau listir. Listamaðurinn og plötusnúðurinn Ívar Pétur (FM Belfast) fer með gesti í ferðalag um allan heiminn og jafnvel út í geim með tónlistinni einni saman og fagna fjölbreytileika og fegurð listar og menningar frá sem flestum […]
HÖRÐUR

Hörður Ágústsson (1922-2005) var leiðandi innan myndlistar, hönnunar, kennslu og fræðistarfa. Hann hafði mótandi áhrif á þróun geómetrískrar abstraktlistar hérlendis og ekki síður grafískrar hönnunar með umfangsmiklu starfi á sviði bókahönnunar. Hörður var leiðandi rödd innan myndlistarumfjöllunar á 20. öldinni með ritstjórastörfum sínum í Birtingi, fræðistörfum og útgáfustarfi. HÖRÐUR er endurlitssýning á verkum Harðar Ágústssonar […]
Leiðsögn með Agnesi Ársælsdóttur

Verið öll hjartanlega velkomin á leiðsögn um sýninguna Skúlptúr skúlptúr performans með Agnesi Ársælsdóttur miðvikudaginn 10. desember kl. 12.15 í Gerðarsafni. Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri sem leggur áherslu á gjörninga og aðra lifandi miðla. Hún útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2018 og MA gráðu í Sýningargerð, miðlun og sýningarstjórnun frá […]
Gerðarverðlaunin 2025

Verið hjartanlega velkomin á afhendingu Gerðarverðlaunanna, miðvikudaginn 10. desember kl. 18:00 í Gerðarsafni. Gerðarverðlaunin eru til heiðurs Gerði Helgadóttur myndhöggvara og eru veitt listamanni fyrir ríkulegt framlag til höggmynda- og rýmislistar á Íslandi. Gerðarverðlaunin eru nú veitt í sjötta sinn en fyrri handhafar þeirra eru Rósa Gísladóttir, Þór Vigfússon, Finnbogi Pétursson, Ragna Róbertsdóttir og Helgi […]
Aðventufögnuður í Safnbúð Gerðarsafns

Safnbúð Gerðarsafns slær upp veislu í aðdraganda jóla með nýjum vörum á sérstöku jólaverði í tilefni kvöldsins, fimmtudaginn 27. nóvember 2025 milli 18:00-20:00. Frítt inn á sýningar safnsins í tilefni kvöldsins. Við kynnum ný eftirprent til sölu með verkum eftir Barböru Árnason og fallegt dagatal fyrir 2026 prýtt teikningum eftir Gerði Helgadóttur úr safneigninni. Allar […]
The Post Performance Blues Band | Bíó og tónlistargjörningur

The Post Performance Blues Band | Sýning á myndinni Band og tónlistargjörningur EITT ÁR TIL AÐ MEIKAÐA EÐA… Meðlimir The Post Performance Blues Band, Álfrún, Hrefna og Saga, kanna möguleikana sem felast í ósigrum lífsins í þessari sprenghlægilegu tónlistar-heimildar mynd sem fór sigurför um heiminn. Gerðarsafn sýnir heimildarmyndina Band (2022) eftir Álfrúnu Örnólfsdóttur fimmtudaginn 27. […]
Morgunstund í myndlæsi

Verið hjartanlega velkomin á Morgunstund í myndlæsi fyrir fullorðna föstudaginn 5. desember kl. 10:00 í Gerðarsafni, þar sem við tökum fram óvænt verk úr safneign Gerðarsafns og greinum það í sameiningu. Þorgerður Þórhallsdóttir, verkefnastjóri fræðslu og viðburða í Gerðarsafni, leiðir samræðurnar, sem gestir taka þátt í. Morgunstund í myndlæsi er ný viðburðaröð í Gerðarsafni þar […]
Leiðsögn með Jo | Skúlptúr skúlptúr performans

Verið öll hjartanlega velkomin á leiðsögn um sýninguna Skúlptúr skúlptúr performans með sýningarstjóra sýningarinnar, Jo Pawłowska sunnudaginn 23. nóvember kl. 14:00 í Gerðarsafni. Athugið að leiðsögnin fer fram á ensku. Jo Pawłowska (f. 1990) er listakvár og sýningarstjóri búsett á Íslandi. Hán vinnur með ljósmyndun, vídeóverk og innsetningar, með áherslu á samspil líkama og verka. […]
Sunna Ástþórsdóttir

Verið öll hjartanlega velkomin á erindi Sunnu Ástþórsdóttur um varðveislu gjörninga miðvikudaginn 19. nóvember kl. 12.15 í Gerðarsafni. Erindið er haldið í tengslum við sýninguna Skúlptúr skúlptúr performans. Líf okkar samanstanda af óteljandi umbreytingum – stórum eða smáum, hljóðlátum eða yfirþyrmandi. Við göngum í gegnum þessar umskiptingar, þar sem tilfinningar brjótast fram án viðvörunar – […]
Together | Pólsk listsmiðja | Wycinanka

Velkomin í fjöltyngda listsmiðju sem leiðir saman menningarheima í gegnum pólsku útklippiaðferðina Wycinanka! Í smiðjunni verður þátttakendum boðið að klippa út mynstur í anda pólskrar alþýðulistrar, wycinanka. Þátttakendur fá tækifæri til að fræðast um þessa aldagömlu handverksaðferð þar sem litríkur pappír er klipptur í mynstur sem ýmist sækja innblástur til náttúrunnar, geometríu eða mynda úr […]
Leiðsögn | Kristín Helga, Curro og Styrmir Örn

Verið hjartanlega velkomin á leiðsögn listafólks Skúlptúr skúlptúr performans, þeirra Kristínar Helgu Ríkharðsdóttur, Curro Rodriguez og Styrmis Arnar Guðmundssonar laugardaginn 15. nóvember kl. 14:00. Líf okkar samanstanda af óteljandi umbreytingum – stórum eða smáum, hljóðlátum eða yfirþyrmandi. Við göngum í gegnum þessar umskiptingar, þar sem tilfinningar brjótast fram án viðvörunar – og eitthvað óáþreifanlegt byrjar […]
Aðventuhátíð Kópavogs

Verið hjartanlega velkomin á aðventuhátíð Kópavogsbæjar laugardaginn 29. nóvember. Dagskrá verður á útisvæði og í menningarhúsum frá kl. 15-17. Dagskrá á útisviði hefst kl. 16:30 sem endar á því að Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar. Salka Sól verður kynnir á útisvæði. Jólatufti frá Pilkington Props verður á vappi utandyra ásamt jólasveinum. Karlakór […]