Opið í dag

12:00-18:00

Gluggar Gerðar Helgadóttur í Kópavogskirkju

Verið velkomin á erindi um steinda glugga Gerðar Helgadóttur með sr. Sigurði Arnarsyni sóknarpresti og Cecilie Gaihede sýningarstjóra sýningarinnar Hamskipti, sunnudaginn 22. september kl. 12:00 í Kópavogskirkju. Ákveðið var að fá Gerði Helgadóttur til að hanna gluggana vorið 1962 og tókst, með þrautseigju Gerðar og góðum stuðningi bæjaryfirvalda og íbúa í Kópavogi, að koma þeim […]

Leiðsögn sýningarstjóra | Hamskipti

Verið hjartanlega velkomin á leiðsögn með Cecilie Gaihede sýningarstjóra um sýninguna Hamskipti. Leiðsögnin hefst kl. 17:00 í Gerðarsafni, fimmutdaginn 29. ágúst. Öll eru hjartanlega velkomin! Þennan dag er Fimmtudagurinn langi og því verður opið til 21:00 í Gerðarsafni. Sýningin Hamskipti varpar ljósi á einstaka arfleifð Gerðar Helgadóttur í íslenskri myndlist sem ber vitni um djúpa […]

Óstöðugt land

Óstöðugt land er sýningarverkefni og listrannsókn Gunndísar Ýrar Finnbogadóttur og Þorgerðar Ólafsdóttur sem byggir á viðtölum við einstaklinga sem hafa ferðast til Surtseyjar. Sýning þeirra, sem ber sama titil, opnar í Vestursal Gerðarsafns þann 30. október 2024.  Sýningin Óstöðugt land byggir á samstarfi Gunndísar og Þorgerðar en þær hafa tekið viðtöl við einstaklinga sem ferðuðust […]

Leiðsögn listamanna | Jóhanna Ásgeirsdóttir og Ásgerður Heimisdóttir

Verið velkomin á leiðsögn þeirra Jóhönnu og Ásgerðar um sýninguna Af ýmsum gerðum í Gerðarsafni sunnudaginn 1. september kl. 15:00. Af ýmsum gerðum er rannsóknarvinna tveggja kvenna á eigin sköpunarferli og stöðu í samfélaginu sem skapandi konur í samanburði við formæður. Sýningin er óður til Gerðar Helgadóttur, brautryðjenda og kvennskörungs, nafn hverrar Gerðarsafn ber. Jóhanna […]

Gjörningakvöld

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á stórkostlega kvöldstund fulla af gjörningum í Gerðarsafni, þar sem fjölbreyttur hópur hæfileikaríkra listamanna kemur saman til að fagna listinni á fjölbreyttan hátt! Listamenn sem koma fram eru Hildur Elísa Jónsdóttir, Project HOFIE (Linde Rongen og Júlía Kolbrún Sigurðardóttir), Karólína Rós Ólafsdóttir og Dýrfinna Benita Basalan. Þessi einstaki viðburður fer […]

Melodic Embrace | Emil Gunnarsson

Melodic Embrace er gagnvirkur tónskúlptúr sem skapaður er úr stálpípum og við.Skúlptúrinn býður gestum að hjúfra sig í hljóðrænum faðmi, leika sér, finna ró og spila tóna sem skapa eins konar hljómhvelfingu. Sefandi samhljómur pípanna skapar ákafa samræðu við hljóðmyndir umhverfisins, fuglasöng og barnahlátur, og örvar hugleiðingar um hljóðrænan griðastað. Melodic Embrace endurómar tónlistaruppeldi Emils […]

Af ýmsum gerðum | Jóhanna Ásgeirsdóttir og Ásgerður Heimisdóttir

Af ýmsum gerðum er rannsóknarvinna tveggja kvenna á eigin sköpunarferli og stöðu í samfélaginu sem skapandi konur í samanburði við formæður. Sýningin er óður til Gerðar Helgadóttur, brautryðjenda og kvennskörungs, nafn hverrar Gerðarsafn ber. Við notum verkin hennar sem skapalón eða stillansa. Við fyllum upp í neikvæða rýmið í fíngerðu málmskúlptúrum hennar með okkar eigið […]

Leiðsögn um Hamskipti og skúlptúrgarðinn

Verið hjartanlega velkomin á leiðsögn með Brynju Sveinsdóttur forstöðumanni Gerðarsafns, um sýninguna Hamskipti og nýja skúlptúrgarðinn við Gerðarsafn. Leiðsögnin hefst kl. 12.15 í Gerðarsafni, miðvikudaginn 14. ágúst. Öll eru hjartanlega velkomin! Sýningin Hamskipti varpar ljósi á einstaka arfleifð Gerðar Helgadóttur í íslenskri myndlist sem ber vitni um djúpa leit hennar að fagurfræðilegum sannleika. Sköpunarkraftur Gerðar […]

SKÚLPTÚR & SMÖRRE

SKÚLPTÚR & SMÖRRE er hugguleg kvöldstund í Gerðarsafni fyrir fullorðna þar sem við vinnum að gerð skúlptúra, frá hugmynd að listaverki. Listasmiðjan er hugsuð sem skemmtileg og skapandi upplifun undir handleiðslu myndlistarmanns sem mun leiða gesti inn í heim skúlptúrsins. Smiðjan verður leidd af myndlistarmanninum Erni Alexander Ámundasyni þar sem verður unnið að gerð gifs […]

Afmælishátíð Gerðarsafns | Sýningaropnun, útgáfa og skúlptúrgarður

Sýningaropnun – Bókaútgáfa – Afhjúpun skúlptúrgarðs Í tilefni 30 ára afmælis Gerðarsafns opnar sýningin Hamskipti sem varpar ljósi á einstaka arfleifð Gerðar Helgadóttur í íslenskri myndlist sem ber vitni um djúpa leit hennar að fagurfræðilegum sannleika. Við sama tilefni fögnum við útgáfu Leitað í tómið – Listferill Gerðar Helgadóttur, safni fræðigreina þar sem listakonunni er […]

Skaðleysi

Einar Baldvin Brimar og Mikael Kaaber bjóða til samlesturs á fyrsta drafti af einleiknum “Skaðleysi” í Gerðarsafni Kópavogi. Skaðleysi er nýtt íslenskt leikrit sem býður áhorfendum inn í heim þeirra sem standa hinu megin við borð viðurkenningar, væntumþykju, vinsælda og vináttu. Boðið verður upp á kaffi og maul með því. Áætlað er að samlesturinn taki […]

Hamskipti | Listsköpun Gerðar Helgadóttur

Á dýptina og inn í dulúðina. Í gegnum listina getum við gægst inn í heim fyrri tíma, í annað líf en vitneskja nútímans skynjar. Listaverk bera vitni um mannlega upplifun, ríkjandi viðhorf, túlkun og úrvinnslu. Sköpunarkraftur Gerðar var mikill, hugmyndirnar óteljandi og athugun hennar djúp og leitandi. Gerður var frumkvöðull innan höggmyndalistar og brautryðjandi í […]

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner