Danstími í anda Gurdijeff með Katrínu Gunnarsdóttur
Katrín Gunnarsdóttir dansari og danshöfundur mun leiða þátttökuviðburð/danstíma í hreyfingum í anda Gurdjieff fimmtudaginn 26. september kl. 18:00 í Gerðarsafni. Mælt er með því að mæta í þægilegum fatnaði. Gerðar Helgadóttur hafði mikinn áhuga á dulspeki en hún sótti fyrirlestra um dulspekikenningar George Gurdjieff hjá dansaranum og kennaranum Madame de Salzmann en saman þróuðu þau […]
Leitað í tómið – málþing um listsköpun Gerðar Helgadóttur
Gerðarsafn efnir til málþings í tilefni af úgáfu bókarinnar, Leitað í tómið – Listsköpun Gerðar Helgadóttur og sýningunni Hamskipti.Málþingið verður haldið í Gerðarsafni, Hamraborg 4, sunnudaginn 13. október kl. 13-15. Öll eru hjartanlega velkomin!Aðgangseyrir að safninu gildir, frítt fyrir árskortshafa. Mælendaskrá:Benedikt HjartarsonBrynja SveinsdóttirCecilie GaihedeHanna Guðlaug GuðmundsdóttirÆsa Sigurjónsdóttir Nánari upplýsingar koma síðar.
Listasmiðja með Helgu Páleyju
Verið velkomin á listsmiðju í anda Gerðar Helgadóttur fyrir alla fjölskylduna með Helgu Páleyju Friðþjófsdóttur laugardaginn 7. september kl. 14:00 í Gerðarsafni. Helga Páley myndlistarmaður myndskreytti barnabókina Heimur Gerðar Helgadóttur. Smiðjan er hluti af dagskrá Heilsum hausti. Í Gerðarsafni, Náttúrufræðistofu og Bókasafni Kópavogs geta börn og fjölskyldur notið þess að skapa saman úr fjölbreyttum efnivið […]
Foreldramorgunn
Foreldrum og ungum börnum þeirra er boðið að eiga saman notalega stund í fræðslurými Gerðarsafns tvo fimmtudaga í mánuði.Heitt á könnunni, ýmis þroskaleikföng, bláu kubbarnir og teppi fyrir krílin verða á staðnum. Nóg pláss fyrir vagna og kerrur! Tilvalið tækifæri til að hitta aðra foreldra með ung börn og dvelja á safninu í ró og […]
Leiðsögn um Hamskipti með Ingunni Fjólu
Verið hjartanlega velkomin á hádegisleiðsögn Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur myndlistarmanns um sýninguna Hamskipti. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir. Á sýningunni Hamskipti er list Gerðar Helgadóttur sett í sögulegt samhengi og verkin skoðuð út frá stefnum og straumum í samtíma hennar. Sjónum er einkum beint að örum breytingum í listsköpun Gerðar, þróun […]
Hljóðvefur um Hamskipti
Tónlistarmennirnir Kristófer Rodriguez Svönuson og Matthías M. D. Hemstock skapa hljóðheim við sýninguna Hamskipti | Listsköpun Gerðar Helgadóttur sem nú stendur yfir í Gerðarsafni. Inn í hljóðheiminn renna slagverkstónar og rafhljóð, dulúðug og kraftmikil, dansandi og svífandi, leitandi og frjáls en innblásturinn er sóttur í myndlist Gerðar Helgadóttur. Gestum er frjálst að ganga um sýninguna […]
Heilsum hausti
Lúðrasveitarsveifla og skapandi smiðjur í haustbyrjun. Hátíðarhljómsveit bæjarlistamannsins Kristófers Rodriguez Svönusonar verður á vappi um menningarmiðjuna í upphafi haustsins og spilar dillandi fjöruga og sjóðheita skemmtimúsík. Í Gerðarsafni, Náttúrufræðistofu og Bókasafni Kópavogs geta börn og fjölskyldur notið þess að skapa saman úr fjölbreyttum efnivið og á útisvæði verður hægt að fara í æsispennandi leiki þar […]
Gluggar Gerðar Helgadóttur í Kópavogskirkju
Verið velkomin á erindi um steinda glugga Gerðar Helgadóttur með sr. Sigurði Arnarsyni sóknarpresti og Cecilie Gaihede sýningarstjóra sýningarinnar Hamskipti, sunnudaginn 22. september kl. 12:00 í Kópavogskirkju. Ákveðið var að fá Gerði Helgadóttur til að hanna gluggana vorið 1962 og tókst, með þrautseigju Gerðar og góðum stuðningi bæjaryfirvalda og íbúa í Kópavogi, að koma þeim […]
Leiðsögn sýningarstjóra | Hamskipti
Verið hjartanlega velkomin á leiðsögn með Cecilie Gaihede sýningarstjóra um sýninguna Hamskipti. Leiðsögnin hefst kl. 17:00 í Gerðarsafni, fimmutdaginn 29. ágúst. Öll eru hjartanlega velkomin! Þennan dag er Fimmtudagurinn langi og því verður opið til 21:00 í Gerðarsafni. Sýningin Hamskipti varpar ljósi á einstaka arfleifð Gerðar Helgadóttur í íslenskri myndlist sem ber vitni um djúpa […]
Óstöðugt land
Óstöðugt land er sýningarverkefni og listrannsókn Gunndísar Ýrar Finnbogadóttur og Þorgerðar Ólafsdóttur sem byggir á viðtölum við einstaklinga sem hafa ferðast til Surtseyjar. Sýning þeirra, sem ber sama titil, opnar í Vestursal Gerðarsafns þann 26. október 2024. Sýningin Óstöðugt land byggir á samstarfi Gunndísar og Þorgerðar en þær hafa tekið viðtöl við einstaklinga sem ferðuðust […]
Leiðsögn listamanna | Jóhanna Ásgeirsdóttir og Ásgerður Heimisdóttir
Verið velkomin á leiðsögn þeirra Jóhönnu og Ásgerðar um sýninguna Af ýmsum gerðum í Gerðarsafni sunnudaginn 1. september kl. 15:00. Af ýmsum gerðum er rannsóknarvinna tveggja kvenna á eigin sköpunarferli og stöðu í samfélaginu sem skapandi konur í samanburði við formæður. Sýningin er óður til Gerðar Helgadóttur, brautryðjenda og kvennskörungs, nafn hverrar Gerðarsafn ber. Jóhanna […]
Gjörningakvöld
Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á stórkostlega kvöldstund fulla af gjörningum í Gerðarsafni, þar sem fjölbreyttur hópur hæfileikaríkra listamanna kemur saman til að fagna listinni á fjölbreyttan hátt! Listamenn sem koma fram eru Hildur Elísa Jónsdóttir, Project HOFIE (Linde Rongen og Júlía Kolbrún Sigurðardóttir), Karólína Rós Ólafsdóttir og Dýrfinna Benita Basalan. Þessi einstaki viðburður fer […]