Gerðarverðlaunin 2024
Verið hjartanlega velkomin á afhendingu Gerðarverðlaunanna, laugardaginn 14. desember kl. 16 í Gerðarsafni. Gerðarverðlaunin eru til heiðurs Gerði Helgadóttur myndhöggvara og eru veitt listamanni fyrir ríkulegt framlag til höggmynda- og rýmislistar á Íslandi. Gerðarverðlaunin eru nú veitt í fimmta sinn en fyrri handhafar þeirra eru Rósa Gísladóttir, Þór Vigfússon, Finnbogi Pétursson og Ragna Róbertsdóttir. Kristofer […]
Gjafir og ljós
Þorláksmessa í Gerðarsafni | Skapandi og notaleg samvera í jólaösinni Hvað er betra en að pakka inn fallegum gjöfum með jólapappír sem er líka listaverk? Frá 14-16 býðst börnum og fjölskyldum þeirra að búa til eigin gjafapappír með því að teikna, mála eða stimpla. Það verður heitt á könnunni og jólastemning í húsinu frá 12-18. […]
Foreldramorgunn í Gerðarsafni
Foreldrum og ungum börnum þeirra er boðið að eiga saman notalega stund í fræðslurými Gerðarsafns, tvo fimmtudaga í mánuði.Heitt á könnunni, ýmis þroskaleikföng, bláu kubbarnir og teppi fyrir krílin verða á staðnum. Nóg pláss fyrir vagna og kerrur!Tilvalið tækifæri til að hitta aðra foreldra með ung börn og dvelja á safninu í ró og næði.
Ljósasmiðja | Fjölskyldustund á laugardegi
Verið velkomin á skemmtilega ljósasmiðju laugardaginn 7. desember frá 13-15 í Gerðarsafni. Helga Páley myndlistarmaður sér um smiðjuna og gerir allskonar tilraunir með ljósum með börnum. Lýsum upp skammdegið! Smiðjan hefst klukkan 13 og varir til klukkan 15. Á þeim tíma er hægt að koma hvenær sem er og dvelja eins lengi og hentar hverjum […]
Jólajazz bæjarlistamannsins
Kristófer Rodriguez Svönuson, slagverks- og trommuleikari og bæjarlistamaður Kópavogsbæjar býður til aðventutónleika á aðventuhátíð. Á boðstólum verður fjölbreytt tónlist úr klassískum jólakvikmyndum og plötum sem á það sameiginlegt að vera vel grúví. Tónlistin ætti að höfða jafnt til dansglaðra sem og þeirra sem líður best sitjandi með kakó og fætur upp í loft. Hljómsveitina skipa […]
Together | Fjöltyngd brúðusmiðja
Verið velkomin í fjöltyngda brúðusmiðju á Aðventuhátíð Kópavogs laugardaginn 30. nóvember frá kl. 14:00-16:30 í Gerðarsafni. Í smiðjunni fá þátttakendur tækifæri til að búa til sínar eigin brúður úr alls kyns litríkum og skemmtilegum efnivið undir leiðsögn listamannanna Styrmis Arnar Guðmundssonar og Agötu Mickiewicz sem tala íslensku, ensku og pólsku. Smiðjan er opin gestum á […]
Skúlptúr og jólasmörre!
Skúlptúr og smörre er hugguleg kvöldstund í Gerðarsafni fyrir fullorðna þar sem við vinnum að gerð skúlptúra, frá hugmynd að listaverki. Miðvikudaginn 4. desember verður boðið upp á smurbrauð og léttar veitingar frá veitingastaðnum Krónikunni með jólalegu ívafi. Listasmiðjan er hugsuð sem skemmtileg og skapandi upplifun undir handleiðslu myndlistarmanns sem mun leiða gesti inn í […]
List og náttúra
List og náttúra er einföld smiðja einn miðvikudag í mánuði frá kl. 16-17 í Náttúrufræðistofu Kópavogs. Smiðjan er liður í stærra verkefni sem unnið er í samstarfi Gerðarsafns og Náttúrufræðistofu Kópavogs. Tilgangurinn er að skapa tíma og rými fyrir samverustundir fjölskyldunnar eftir leikskóla eða skóla. Börnin vinna með náttúrulegan efnivið undir leiðsögn myndlistarkennarans Arnar Alexanders […]
Hver er framvinda jarðfræðirannsókna í Surtsey
Verið velkomin á fræðsluerindi í Náttúrufræðistofu Kópavogs. Að þessu sinni fræðir Birgir Vilhelm Óskarsson, jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands okkur um þróun jarðfræðirannsókna í Surtsey, sem fagnaði 60 ára afmæli árið 2023. Með nýjustu tækni, þar á meðal drónum og flugvélum, geta vísindamenn nú kortlagt eyjuna af mikilli nákvæmni. Með stuðningi eldri loftmynda er unnt að […]
Aðventuhátíð Kópavogs
Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og prakt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn. Jólasveinar bregða á leik, dansað verður í kringum jólatréð og fjöldi krakka í Kópavogi blása í lúðra og flytja jólalög. Boðið verður upp á fjölbreyttar aðventusmiðjur frá klukkan 15. Pólsk […]
Finnbogi Pétursson | Menning á miðvikudögum
Verið velkomin á listamannaleiðsögn um sýningu Finnboga Péturssonar, Parabólu, sem nú stendur yfir í Gerðarsafni. Leiðsögnin fer fram miðvikudaginn 11. desember klukkan 12:15. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir. Finnbogi Pétursson hefur gert það að ævistarfi sínu að skapa aðstæður þar sem áhorfandinn tekur eftir, skynjar, þessa krafta. Oft í […]
Surtsey 61 árs | VR ferðalag og listsmiðja
Í tilefni af 61 árs afmæli Surtseyjar verður gestum boðið upp á að prófa sýndarveruleika (VR) gleraugu frá Náttúrufræðistofnun Íslands og fara í ferðalag um Surtsey í Gerðarsafni! Samtímis verður listsmiðja með Gunndísi Ýr Finnbogadóttur og Þorgerði Ólafsdóttur listakonum sýningarinnar Óstöðugt land. Þar fá börn og fjölskyldur tækifæri til að gera klippimyndir og skapa eigin […]